fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirAðskilja á umferð hestamanna og útivistarfólks með tveimur brúm

Aðskilja á umferð hestamanna og útivistarfólks með tveimur brúm

Tillögur lagðar fram um stíga við Gráhelluskóg

Starfshópur um stíga í upplandi Hafnarfjarðar hefur nú til yfirferðar tillögur frá Landslagi ehf. um bætt skipulag við Gráhelluhraun sem er fyrsta skógræktin í Hafnarfirði og skartar trjám sem eru meira en 70 ára gömul.

Yfirlit yfir svæðið næst Flóttamannaveginum, norðan við Gráhelluskóginn þar sem gerð verða bílastæði í um 200 m göngufæri frá Gráhelluskóginum. Smella má á myndir til að sjá þær stærri.

Mikill núningur hefur verið á milli hestamanna og útivistarfólks á svæðinu en hestamenn hafa sagt útivistarfólk hafi jafnvel verið valdið að því að hestamenn hafi fallið af baki og hafa alfarið lagst gegn því að gönguleiðir skari reiðleiðir. Útivistarfólk hefur hins vegar bent á að skógurinn í Gráhelluhrauni sé útivistarsvæði sem allir hafi rétt til að fara um og sakað hestafólk um að ríða á öllum göngustígum og slóðum í upplandinu. Telja margir að viðhorfsbreytingu þurfi frekar en stórvirkar aðgerðir til að hindra að leiðir skarist.

Helga Ingólfsdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs segir að aðgengi Skógræktarfélagsins og annara sem vilja njóta útivistar í skóginum verði bætt verulega ef þessar tillögur ganga eftir auk þess sem aðstaða hestamanna batni líka.

Tillögur að stígum og brú sunnanmegin, norðan svæðis Sörla. Gert er ráð fyrir 10 bílastæðum og hjólastæðum.

Gert er ráð fyrir aðgengi með bílastæðum, bæði norðanmegin og sunnanmegin við Gráhelluhraun ásamt því að stígar verða aðgreindir til þess að lágmarka hættu á slysum þar sem hestaumferð og umferð annara á svæðinu verður aðskilin m.a. með brú. Við Hlíðarþúfur þvera reiðvegir tvisvar Kaldárselsveg með stuttu millibili en ekki er tekið á því í þessum tillögum.

Skýringarmynd á göngubrú norðan Gráhelluskógs.

Tillögurnar hafa verið kynntar fyrir fulltrúum frá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar og Hestamannafélaginu Sörla sem hafa þær til skoðunar en hingað til hafa tillögur ekki verið kynntar almenningi, aðeins hagsmunahópum, en útivistarfólk í Hafnarfirði hefur ekki með sér neitt félag eða hóp.

Segir Helga að starfshópurinn taki fúslega á móti athugasemdum frá öðrum hagsmunahópum sem hafa áhuga á að koma á framfæri athugasemdum.

Lóð Hestamannafélagsins Sörla.

Starfshópur um stíga í upplandi Hafnarfjarðar var stofnaður 10. febrúar 2021 og átti að skila tillögum eigi síðar en 1. mars 2021, eða fyrir ári síðan skv. erindisbréfi . Gert var ráð fyrir að hópurinn fundaði að hámarki 6 sinnum og áætlaður kostnaður við starfshópinn var sagður um 798.834 kr. Hefur hópurinn fundað a.m.k. 13 sinnum.

Ofangreindar tillögur voru kynntar fulltrúum Hestamannafélagsin Sörla og Skógræktarfélags Hafnarfjarðar sem fá um hálfsmánaðar tíma til að skila inn umsögn.

Skilaði hópurinn fyrstu tillögum 31. maí 2021:

  1. Áframhald á malbikuðum göngu- og hjólastíg frá afleggjara við Hvaleyrarvatn að Helgafelli, áningarstað.
  2. Göngu og hjólastígur frá Vallahverfi að Hvaleyrarvatni. Lagður verði malarstígur fyrir gangandi og hjólandi frá Vallahverfi að Hvaleyrarvatni.
  3. Göngustígur umhverfis Hvaleyrarvatn verði byggður upp miðað við algilda hönnun.
  4. Aðgreining á umferð gangandi, hjólandi og hestafólks  að og frá Gráhelluhrauni.
  5. Stórhöfðastígur aðgreining á umferð að hluta. (Reiðleið og gönguleið)
  6. Endurstikun gönguleiða/útivistarstíga  í upplandi  Hafnarfjarðar.
  7. Merkingar á stígum í upplandi Hafnarfjarðar.

Tillögurnar eru flestar komnar á vinnslustig að sögn Helgu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2