fbpx
Mánudagur, desember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirÆtla að selja hús á byggðasafnstorfunni vegna COVID-19

Ætla að selja hús á byggðasafnstorfunni vegna COVID-19

Hafnarfjarðarbær hefur ákveðið að selja Vesturgötu 8, hús sem upphaflega var byggt sem veitingaskáli en hýsti um langt skeið m.a. Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Hafnarfirði. Síðustu ár hefur þar verið rekið gistiheimili en á fundi sínum 21. janúar sl. samþykkti bæjarráð að auglýsa eftir nýjum leigjenda að húsinu eða eins og það var orðað í fundargerðinni: “Bæjarráð samþykkir að auglýsa eftir rekstaraðila að Vesturgötu 8, sbr. fyrirliggjandi auglýsingu.”

Í auglýsingunni kom fram að tilboðsgjafi skyldi með tilboði sínu um leiguverð skila greinargerð um það hvers konar starfsemi væri ráðgerð í húsinu. Við mat á tilboðum yrði sérstaklega litið til hugmynda sem taldar eru styrkja starfsemi og auka mannlíf miðbæjarins.

Voru tilboð sem bárust kynnt á fundi bæjarráðs 26. mars sl. En 24. apríl ákvað bæjarráð að hafna öllum tilboðum þar sem ákveðið hefði verið að setja fasteignina á sölu.

Á fundi bæjarstjórna þann 29. apríl sl. samþykkti bæjarstjórn ákvörðun bæjarráðs að setja húsið á sölu auk þess að setja hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum í söluferli. Voru þessar ákvarðanir teknar í ljós stöðunnar sem komin er upp vegna COVID-19 veikinnar.

Húsið Vesturgata 8 er 86,5 m² að grunnfleti en birt flatarmál er 138,3 m², hæð og ris og var það byggt 1985. Fasteignamat húss og lóðar er 26 milljónir kr. en brunabótamat þess er 42,9 milljónir. Lóðin er aðeins 145 m² að stærð.

Bílastæðin við húsið tilheyra ekki húsinu en segja má að húsið rammi Byggðasafnstorfun inn. Skrifstofa forstöðumanns Byggðasafnsins er ekki á safnatorfunni, heldur í ráðhúsinu en var í Vesturgötu 8 þegar upplýsingamiðstöðin var þar.

Húsið er ekki komið á sölu hjá fasteingasölum ennþá.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2