
Veðrið lék við þátttakendur á Fundi fólksins sem haldinn er í og við Norræna húsið. Búið er að slá upp tjöldum þar sem hin ýmsu samtök hafa komið sér fyrir. Þar kynna þau sín mál, bæði maður á mann en einnig eru fyrirlestrar í hverru tjaldi með jöfnu millibili.
Þarna er tækifæri fyrir fólk að spyrja og tjá hug sinn og fræðast um hin ýmsu málefni.
Dagskrá stendur til um kl. 18 í dag en hefst aftur kl. 10 í fyrramálið og stendur fram eftir degi.