fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirAf hverju var vatns­gjaldið lækkað?

Af hverju var vatns­gjaldið lækkað?

Bæjarfulltrúi í óvissu með lömæti

Jón Ingi Hákonarson bæjarfulltrúi Viðreisnar sagðist í bókun við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Hafnarfjarðar­kaup­staðar vera enn í jafn mikilli óvissu um lögmæti þess að snarlækka vatns og fráveitugjöld.

Segir hann framlagt lögfræðiálit skýri ekki á fullnægjandi hátt hvernig það getur talist lögum samkvæmt að breyta þjónustugjöldum svo mikið án þess að um sé að ræða umtalsverðar breytingar á undirliggjandi kostnaði.

Lögræðiálitið var ekki birt með fundargerðum en hefur eftir athugasemd verið birt um hálfum mánuði síðar.

Verulega yfirverð­lögð þjónusta?

Telur hann margt benda til þess að umrædd þjónustugjöld séu ekki í samræmi við kostnað við veitingu þjónustunnar og annað hvort sé verið að undirverðleggja hana stórlega með þessum breytingum, eða hún hafi verið verulega yfirverðlögð undanfarin ár.

Oftekið gjald

F.v. bæjarstjóri Haraldur L. Haralds­son sagði á sínum vatnsgjald bæjarins oftekið og það þyrfti að lækka það. Síðan þá hefur hagnaður Vatnsveitunnar ekki lækkað skv. ársreikningum Hafnarfjarðarbæjar, en þess ber þó að geta að Vatnsveitan er ekki gerð upp sem sjálfstætt fyrirtæki.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðu­neytið gaf í maí 2021 út leiðbeiningar um ákvörðun vatnsgjalds skv. 10. gr. laga um vatnsveitur nr. 32/2004 þar sem nákvæmlega er lýst hvernig reikna eigi út vatnsgjald og fylgdi sérstakur viðauki um aðferðina. Hvergi er hægt að finna í opinberum gögnum Hafnarfjarðarkaupstaðar slíkan útreikning og því ómögulegt að sjá á hvaða grunni vatnsgjaldið er reiknað.

Hér má sjá leiðbeiningar ráðuneytis og rétt að benda á viðauka neðst í greininni.

Rúmmetragjald vatns hækkar um áramótin!

Það vekur athygli að á sama tíma og vatnsgjald, sem miðað er við fasteigna­mat, lækkar á íbúðarhúsnæði, helst það óbrett á atvinnuhúsnæði. Þeir sem kaupa vatn skv. raunnotkun, þurfa hins vegar að greiða 36% hærra gjald fyrir hvern rúmmetra af vatni á næsta ári, því gjaldið hækkar úr 28 í 38 kr.

Þá lækkar fráveitugjald heldur ekki á atvinnueignum á meðan það lækkar um 19,8% fyrir íbúðarhúsnæði.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2