fbpx
Mánudagur, janúar 20, 2025
HeimFréttirAfþakkar biðlaun

Afþakkar biðlaun

Átti að fá 6 mánaða biðlaun skv. ráðningarsamningi

Rósa Guðbjartsdóttir, sem lætur af störfum sem bæjarstjóri í Hafnarfirði um áramótin, afþakkar sex mánaða biðlaun sem hún ætti annars að fá skv. ákvæðum í ráðningarsamningi sem gerður var við hana í upphafi kjörtíma­bilsins.

Þetta hefur hún staðfest í samtali við Fjarðarfréttir.

Þetta eru umtalsverðar upphæðir því biðlaunin áttu að innihalda bæði föst mánaðarlaun og fasta yfirvinnu sem gera samtals um 2,2 milljónir kr. á mánuði.

Eins og kunnugt er var Rósa kjörin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn en hún mun áfram sitja sem bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjar­stjórn en ekki var búið að kjósa í embætti formanns bæjarráðs þegar blaðið fór í prentun en það átti að gera á fundi bæjarstjórnar 18. desember en líklegt er talið að Rósa taki við skyldum Valdimars Víðissonar sem tekur við sem bæjarstjóri, a.m.k. þangað til hún ákveður framtíð sína í bæjarstjórn.

Biðlaun Rósu voru skilyrt á síðasta kjörtímabili

Það vekur athygli að í ráðningarsamningi við Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarfulltrúa, frá 2018 voru skýr ákvæði að hún fengi ekki greidd biðlaun í 6 mánuði ef hún færi í starf, jafn hátt launað.

„Biðlaun skv. lið 2 og 3. Bæjarstjóri á rétt á biðlaunum í sex mánuði eftir að hann lætur af starfi. Þiggi fyrrverandi bæjarstjóri laun vegna annarra starfa á því tímabili sem hann á rétt á biðlaunum vegna fyrri starfa sinna sem bæjarstjóri skerðast biðlaunin sem þeim launum nemur.“

Þetta eru sambærileg ákvæði óg voru í ráðningarsamningi við Harald L. Haraldsson, óháðan bæjarfulltrúa, sem var bæjarstjóri 2014-2018,

Hins vegar bregður svo við að þegar gerður er tímabundinn ráðningarsamningur við Rósu  Guðbjartsdóttur að loknum kosningum 2022 voru ákvæði um skilyrt biðlaun felld út og ákvæðið í samningunum var:

„Laun samkvæmt þessari grein greiðast í sex mánuði eftir að ráðningatíma lýkur.“

Það hlýtur að vera umhugsunarefni að slík ákvæði séu samþykkt athugasemdalaust í bæjarráði og staðfesti í bæjarstjórn. Ljóst var frá byrjun að ráðningasamningurinn var tímabundinn.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2