fbpx
Sunnudagur, janúar 5, 2025
HeimFréttirÁgúst Bjarni dettur út af þingi og Rósa kemur inn sem uppbótarþingmaður

Ágúst Bjarni dettur út af þingi og Rósa kemur inn sem uppbótarþingmaður

Samfylkingin sigurvegari kosninganna og Sjálfstæðisflokkurinn með minnsta fylgi frá upphafi

Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi voru ekki birtar fyrr en í hádeginu í dag, síðastar allra og þá var ljóst að Samfylkingin var sigurvegari kosninganna sem tvöfaldaði fylgi sitt.

Hafnfirski þingmaðurinn Ágúst Bjarni Garðarsson (B) dettur út af þingi og Hafnfirðingurinn Rósa Guðbjartsdóttir (D) kemur ný inn á þing sem uppbótarþingmaður. Hafnfirðingar verða því áfram með aðeins tvo þingmann.

Samfylkingin fékk 15 þingsæti og 20,8% greiddra atkvæða. Bætti flokkurinn við sig 9 þingsætum. Fékk flokkurinn 9,9% atkvæða í síðustu kosningum.

Sjálfstæðisflokkurinn varð í öðru sæti með 19,4% atkvæða og 14 þingmenn en það er versta útkoma Sjálfstæðisflokksins frá upphafi. Tapaði flokkurinn 2 þingmönnum frá síðustu kosningum.

Viðreisn fékk 11 þingsæti og bætti við sig 6 sætum með 15,8%.

Flokkur fólksins fékk 10 þingsæti og bætti við sig 4 sætum og fékk 13,8% atkvæða.

Miðflokkurinn bætti við sig 5 þingsætum og fékk 8 þingsæti mðe 12,1% atkvæða.

Framsóknarflokkurinn tapaði 8 þingsætum og fékk 5 þingsæti með 7,8% atkvæða en fékk 17,3% atkvæði í síðustu kosningum.

Sósíalistaflokkur Íslands, Píratar, Vinstri græn, Lýðræðisflokkurinn og Ábyrg framtíð náðu ekki inn á þing.

Þingmenn Suðvesturkjördæmis

Sjálfstæðisflokkurinn fékk flest atkvæði í Suðvesturkjördæmi, 23,4% en fékk 30,2% atkvæða við síðustu kosningar. Flokkurinn heldur þó sínum 4 þingsætum því flokkurinn fékk eitt uppbótarþingsæti í kjördæminu.

Þingmenn Sjálfstæðisflokks eru:

  1. Bjarni Benediktsson, Garðabæ
  2. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Kópavogi
  3. Bryndís Haraldsdóttir, Mosfellsbæ
  4. Rósa Guðbjartsdóttir, Hafnarfirði – uppbótarþingmaður

Viðreisn fékk næst flest atkvæði í kjördæminu, 20,1% atkvæða og 3 þingsæti, bættu við sig einu þingsæti en flokkurinn fékk 11,4% atkvæði í síðustu kosningum.

Þingmenn Viðreisnar eru:

  1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Hafnarfirði
  2. Sigmar Guðmundsson, Reykjavík
  3. Eiríkur Björn Björgvinsson, Garðabæ

Samfylkingin fékk 19,3% atkvæða í kjördæminu og 3 þingsæti, bætti við sig 2 þingsætum en flokkurinn var með 8,1% atkvæða í síðustu kosningum.

Þingmenn Samfylkingarinnar eru:

  1. Alma Möller, Kópavogi
  2. Guðmundur Ari Sigurjónsson, Seltjarnarnesi
  3. Þórunn Sveinbjarnardóttir, Garðabæ

Miðflokkurinn fékk 12% atkvæða og 2 þingsæti en fékk 4,5% atkvæða í síðustu kosningum og ekkert þingsæti.

Þingmenn Miðflokksins eru:

  1. Bergþór Ólason, Garðabæ
  2. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Garðabæ

Flokkur fólksins fékk 11% atkvæða og 2 þingsæti en fékk 7,6% atkvæða í síðustu kosningum og 1 þingsæti.

Þingmenn Flokks fólksins eru:

  1. Guðmundur Ingi Kristinsson,  Kópavogi
  2. Jónína Björk Óskarsdóttir, Kópavogi
Þingmenn SV-kjördæmis. 13. og 14. þingsætið er uppbótarþingsæti. Willum Þór Þórsson vantaði 53 atkvæði upp á að komast inn, og Hafnfirðingarnir Karólína Helga og Árni Rúnar þurftu 2.550 og 3.055 atkvæði til að komast inn. – Mynd af RÚV.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

Gleðilegt nýtt ár

Yfirkeyrsla

Beina brautin

H2