Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur samþykkt að ganga til samninga við lægstbjóðendur, Sport-tæki ehf. um kaup og uppsetningu á áhorfendabekkjum í nýja körfuboltahúsi Hafnarfjarðarbæjar á Ásvöllum.
Aðeins verður samið um lið 1-4 sem eru stólar meðfram langhlið vallarins
Tilboð Sport-tæki ehf. í lið 1-4 er 12,4% yfir kostnaðaráætlun.
Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 64.350.000 kr. fyrir tilboðsliði 1-8, 58.550.000 kr. fyrir tilboðsliði 1-6 og 39.650.000 kr. fyrir tilboðsliði 1-4.
Verkið fellst í hönnun, afhendingu, uppsetningu og fullnaðarfrágangi á útdraganlegum áhorfendabekkjum/stólum í samræmi við útboðsgögn.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Stálflex ehf.
Samtals tilboðsliðir 1-4: 49.177.684,-
Samtals tilboðsliðir 1-6: 68.395.756,-
Tilboðsliðir 7 og 8: 4.640.000,- með fyrirvara um að hönnun er ekki innifalin í tilbosðlið 8
Altis ehf.:
Samtals tilboðsliðir 1-4: 60.854.086,-
Samtals tilboðsliðir 1-6: 92.251.656,-
Samtals tilboðsliðir 1-8: 94.897.401,-
Sport-tæki ehf., tilboð nr. 1:
Samtals tilboðsliðir 1-4: 44.558.665,-
Samtals tilboðsliðir 1-6: 67.292.203,-
Sport-tæki ehf., tilboð nr. 2:
Samtals tilboðsliðir 1-4: 44.793.690,-
Samtals tilboðsliðir 1-6: 67.516.477,-
Knattspyrnufélagið Haukar óskuðu eftir því í bréfi til bæjarráðs 10. ágúst að keyptir yrðu áhorfendabekki í salinn svo hægt væri að keppa í salnum og losna alfarið við að fá harpix í salinn.