fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimÁ döfinniÁhugaverð sýning um samvinnustarfsemi í Hafnarfirði

Áhugaverð sýning um samvinnustarfsemi í Hafnarfirði

Spjaldasýning á lóðinni þar sem Kaupfélag Hafnfirðinga stóð

Þar sem Kaupfélag Hafnfirðinga stóð við Strandgötu stendur nú yfir merkileg sýning sem segir hluta af sögu samvinnustarfsemi í Hafnarfirði.

Félagið Fífilbrekka var stofnað fyrir nokkrum árum utan um verkefni sem áhugafólk um samvinnustarfsemi var að hefja, að mynda og skrá húsnæði þar sem samvinnustarfsemi hefur verið. að sögn Reynis Ingibjartssonar, eins aðstandenda félagsins, hefur verið unnið að gagnasöfnun síðustu fimm ár og hefur verið farið á flesta byggðarkjarna landsins og leitað uppi staði þar sem samvinnustarfsemi hefur verið til húsa. Þá hefur verið safnað saman upplýsingum um þessa starfsemi sem hófst með stofnun Kaupfélags Þingeyinga árið 1882 til ársins 1982.

Hér má sjá hluta af einu spjaldanna en myndin minnir líka á sögufræg hús sem horfið hafa úr Hafnarfirði.

Sýningin á Strandgötunni er því í raun sögusýning samvinnustarfsemi í Hafnarfirði en sett hafa verið upp spjöld með myndum og texta um þá staði þar sem samvinnustarfsemi hefur verið í bænum.

Sýningin hefur vakið mikla athygli en hún stendur út septembermánuð.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2