Á fyrsta fundi bæjarráðs á árinu voru lagðar fram tvær kærur á hendur sveitarfélaginu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna diliskipulags Suðurgötu 44 (gamla Kató) og Ásvalla 1.
Málin voru kærð á síðasta ári og eru mál nr. 148 og 146 hjá úrskurðarnefndinni.
Suðurgata 44
Í máli 148 er kærð ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um samþykkt á breytingu á deiliskipulagi Suðurgötu 44.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 17. ágúst að auglýsa breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Suðurgötu 44 þar sem nú stendur húsnæði sem þjónaði lengst sem skóli kaþólsku systranna og gekk í daglegu tali undir nafninu Kató. Þar er einnig leikfimihús sem ekki hefur verið í notkun í áratugi.
Á lóðinni er gert ráð fyrir að núverandi hús verði rifin og í stað þeirra verði byggð 3 hús með 15 misstórum íbúðum. Syðst og nyrst á lóðinni eru tveggja hæða einbýlishús en fyrir miðju verður tveggja til þriggja hæða L-laga klasahús. Gert er ráð fyrir 17 bílastæðum í bílageymslu og 4 stæðum á lóðinni.
Tillagan var til sýnis frá 26.08. og þeir sem töldu sig eiga hagsmuna að gæta var gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna eigi síðar en 07.10.2022. Ekki var tekið tillit til innsendra athugasemda.
Ásvellir 1, knatthús og fleira
Lagt fram.
2212393 – Ásvellir 1, knatthús og fleira, framkæmdir,
Í máli 146 eru allar „kæranlegar ákvarðanir“ þ.á.m. umhverfismatsskýrslu Hafnarfjarðarbæjar, sem tengjast byggingu knatthúss, bílastæðum, 4 æfingavöllum og tengdum framkvæmdum upp við mörk friðlands Ástjarnar í Hafnarfirði.
Í því máli var öllum athugasemdum hafnað einnig.
Ekki kemur fram í fundargerð hverjir kærendur eru.