fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirAllt á floti í miðbænum og vatn flæddi upp úr brunni

Allt á floti í miðbænum og vatn flæddi upp úr brunni

Tveir bílar drápu á sér í vatnselg á Fjarðargötunni

Í slagveðrinu í morgun hefur mikill snjór bráðnað og vatnselgur víða um bæinn. Sjaldan hefur verið meira vatn í Hamarskotslæknum, það flæddi alls staðar yfir stífluna við Reykholt, vatn flæddi inn á gömlu Lækjargötuna við Strandgötu, gatnamótin við Hafnarfjarðarkirkju var á floti og gríðarlegt vatn flæddi upp úr stórum brunni neðst á Suðurgötunni við Lækjargötu. Þar hafði vatnið lyft þungu brunnlokinu og varhugavert hefði einhver ekið þar yfir.

Fjarðargatan var sem oftar í vetur alveg á floti á móts við Linnetsstíginn og í hádeginu höfðu tveir bílar drepið á sér í vatnselgnum. Eitthvað virðist hafa gefið sig því ekki var algengt að sjá vatnselg á þessum stað fyrr en í vetur.

Hér má sjá nokkrar myndir úr miðbænum en mun víðar í bænum voru heilu stöðuvötnin.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2