Alþjóða skíðasambandið (FIS) hefur bannað notkun flúors í skíðaáburði en bannið hefur valdið nokkrum titringi hjá keppnisfólki.
Ákvörðunin var tekin á haustfundi sambandsins í Canstance í Þýskalandi og tekur bannið gildi frá og með keppnistímabilinu 2020-2021.
Þrjár ástæður eru fyrir banninu, heilsufarslegar, umhverfislegar og fjárhagslegar.
Árið 2016 lést þekktur norskur skíðagönguþjálfari, Toril Stokkebø, úr nýrnakrabbameini, aðeins 46 ára gömul, en talið er að flúor hafi valdið krabbameininu en efnið er mjög rokgjarnt og því hættulegt þegar verið er að bera það á skíði innanhúss.
Norska skíðasambandið hafði haustið 2018 bannað notkun á flúor í skíðaáburði hjá keppendum 16 ára og yngri þó við eftirlit hafi mörg brot komið í ljós.