fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirAlvarlegt slys við byggingarframkvæmdir við Áshamar

Alvarlegt slys við byggingarframkvæmdir við Áshamar

Alvarlegt slys varð við byggingarframkvæmdir við Áshamar 50 rétt eftir hádegi í dag.

Verið var að steypa plötu yfir fyrstu hæð hússins þegar undirsláttur gaf sig og hrundi byggingarefni og steypa niður.

Sjá má í járnagrindina sem öllu jöfnu hefði legið í gólfplötunni en hangir nú niður.

Skv. óstaðfestum heimildum Fjarðarfrétta er einn maður fastur undir brakinu en mikið lið viðbragðsaðila er komið á staðinn. Ekki eru nánari upplýsingar um stöðu mála enda var rétt verið að hefja aðgerðir á slysstað.

Uppfært kl. 15:30 – Maðurinn sem var ávallt með meðvitund hefur verið fluttur á sjúkrahús og er sagður óbrotinn.

Voru viðbragðsaðilar mættir með fjölda tækja, m.a. slökkvi- og tækjabíl, körfubíl, fjóra sjúkrabíla auk þess sem fjöldi lögreglumanna var á staðnum á mörgum lögreglubílum og mótorhjólum.

Verið var að steypa gólfplötu þegar undirstöðurnar brustu.

Byggingin er á nýbyggingarsvæði í Hamraneshverfi og er flutt inn í sum húsin en fjöldi iðnaðarmanna er við vinnu á svæðinu.

Frítt Fjarðarfrétta-app í símann þinn!

Hægt er að sækja app í þinn síma  í Play Store í Android símum og í Apps store í iOS símum. Frítt er að sækja appið og lesa Fjarðarfréttir!

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2