Alvarlegt slys varð við byggingarframkvæmdir við Áshamar 50 rétt eftir hádegi í dag.
Verið var að steypa plötu yfir fyrstu hæð hússins þegar undirsláttur gaf sig og hrundi byggingarefni og steypa niður.
Skv. óstaðfestum heimildum Fjarðarfrétta er einn maður fastur undir brakinu en mikið lið viðbragðsaðila er komið á staðinn. Ekki eru nánari upplýsingar um stöðu mála enda var rétt verið að hefja aðgerðir á slysstað.
Uppfært kl. 15:30 – Maðurinn sem var ávallt með meðvitund hefur verið fluttur á sjúkrahús og er sagður óbrotinn.
Voru viðbragðsaðilar mættir með fjölda tækja, m.a. slökkvi- og tækjabíl, körfubíl, fjóra sjúkrabíla auk þess sem fjöldi lögreglumanna var á staðnum á mörgum lögreglubílum og mótorhjólum.
Byggingin er á nýbyggingarsvæði í Hamraneshverfi og er flutt inn í sum húsin en fjöldi iðnaðarmanna er við vinnu á svæðinu.
Frítt Fjarðarfrétta-app í símann þinn!
Hægt er að sækja app í þinn síma í Play Store í Android símum og í Apps store í iOS símum. Frítt er að sækja appið og lesa Fjarðarfréttir!