fbpx
Föstudagur, janúar 17, 2025
HeimFréttirAtvinnulífAmerican Style tekur fleiri í sæti eftir breytingar

American Style tekur fleiri í sæti eftir breytingar

26 ár síðan staðurinn var opnaður í Hafnarfirði

Veitingastaðurinn American Style á Dalshrauni var formlega opnaður aftur eftir gagngerar endurbætur 16. maí sl.

Þrátt fyrir að skipt hafi m.a. verið um gólfefni og loftaefni auk alls annars þá var staðurinn aðeins lokaður í tvo daga sem hlýtur að vera mikið afrek. Voru endurbæturnar unnar mikið utan opnunartíma staðarins svo þetta væri mögulegt.

Zeynep Dagdevir veitingastjóri og María Rún Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri.

Að sögn Maríu Rúnar Hafliðadóttur, forstjóra Gleðipinna sem reka staðina, þá var staðurinn opnaður 1998 og hefur því þjónað Hafnfirðingum í 26 ár. Segir hún reksturinn hafa gengið mjög vel enda hafi Hafnfirðingar tekið staðnum mjög vel. Nú hafi verið kominn tími á endurbætur og gera staðinn meira í takt við nafnið.

Hjörvar Hafliðason og Árni Pétur Jónsson.

Tekur á móti gestum með bros á vör

Zeynep Dagdevir er veitingastjóri á Dalshrauni. „Hún gustar af jákvæðni og gott að vera í kringum hana og hún tekur á móti öllum með bros á vör,“ segir María Rún framkvæmdastjóri sem segir einvalalið einnig í eldhúsinu og ekki mikil starfsmannavelta.

Zeynep Dagdevir, veitingastjóri á Dalshrauninu

Þetta er fyrsta ár Zeynep sem veitingastjóri. Hún hefur búið á Íslandi meira og minna síðan 2007 en hún er frá Tyrklandi.

Starfsfólk, iðnaðarmenn og fólk tengt staðnum mætti til að fagna áfanganum og ekki var að sjá annað en að allir væru mjög ánægðir með árangurinn.

Aðeins var lokað í tvo daga þó flísar hafi verið fjarlægðar, gólfið flotað og sett nýtt gólfefni fyrir utan alla aðrar framkvæmdir.
María Rún Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri sagði frá framkvæmdunum og sögu staðarins.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2