fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirAndlát – Sverrir Ólafsson myndhöggvari

Andlát – Sverrir Ólafsson myndhöggvari

Hafnfirski myndhöggvarinn Sverrir Ólafsson lést 30. desember sl., 71 árs að aldri.

Sverrir lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1976. Á ferli sínum hélt Sverrir fjölda einkasýninga, auk þess sem hann tók þátt í fjölda samsýninga, bæði hér heima sem og erlendis.

Sverrir lagði stund á kennslu og stofnaði Alþjóðlegu listamiðstöðina Straum í Hafnarfirði árið 1988. Þar gegndi hann forstöðu til ársins 2001.

Hann stóð þá einnig að uppsetningu alþjóðlega höggmyndagarðsins á Víðistaðatúni og hafði með honum yfirumsjón um langt árabil.

Sverrir starfaði um langt skeið í Mexíkóborg og í desember 2001 hlaut Sverrir þrenn gullverðlaun í höggmyndasamkeppni á eyjunni Isla Mujeres undan strönd Mexíkó en verðlaunin fékk Sverrir fyrir listaverkið Hús andanna sem Sverrir gerði í keppninni og gaf síðan mexíkönsku þjóðinni.

Sverrir hlaut á ferli sínum fjölda annarra viðurkenninga fyrir störf sín, en verk eftir Sverri eru í eigu opinberra safna og einkasafna, bæði hér á landi og erlendis.

Sverrir lætur eftir sig sex börn, Ólaf Gunnar, Hákon Sverri, Erik Edward, Katrínu Nicola, Jón Ferdínand og Henning Hrafn.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2