fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirAnton Sveinn keppir kl. 17.10 á Ólympíuleikunum

Anton Sveinn keppir kl. 17.10 á Ólympíuleikunum

16 bestu komast áfram. Anton Sveinn á skráðan 16. besta tímann af 39 keppendum.

Hafnfirski sundmaðurinn Anton Sveinn McKee syndir á 7. braut í 5. riðli í undanrásum í 200 m bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. Hefst hans sund kl. 17.10 og verður það sýnt beint á RÚV.

Anton á 16. besta tímann inn í undanúrslitin af þeim 39 sem keppa. Íslandsmet hans er 2,10.21 mínúta og er hann skráður með 6. besta tímann í riðlinum.

Bestan tíma á Josh Prenot, 2,07.17 mín. en hann keppir einmitt í sama riðli og Anton Sveinn. Heimsmetið á Akihiro Yamaguchi frá Japan, 2,07.01 mín.

16 bestu komast áfram í milliriðla svo ljóst er að allt þarf að ganga upp hjá hinum 22ja ára sundmanni.

Uppfært 16:59

Glenn Snyders frá Nýja Sjálandi varð fyrstur í 1. riðli á 2,12.47 mín

Nicholas Quinn frá Írlandi varð fyrstur í 2. riðli á 2,11.67 mín.

Uppfært 17:04

Yasuhiro Koseki frá Japan varð fyrstur í 3. riðli á 2,08.61 mín. Þrír búnir að synda undir 2,10 mín.

Uppfært 17:09

Andrew Willis frá Bretlandi varð fyrstur í 4. riðli á 2,08.92 mín. Sjö búnir að synda undir 2,10 mín.

Uppfært 17:15

Anton Chupkov frá Rússlandi varð fyrstur í 5. riðli á 2,07.93 mín. Anton Sveinn synti á 2.11,39 mín og var aðeins 13/100 frá því að komast í úrslit. Ólympíumethafinn Daniel Gyurta var 11/100 á undan Antoni Sveini en náði heldur ekki í úrslitin

Smelltu hér til að sjá upplýsingar um Anton Svein og sundið hans.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2