fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirAnton Sveinn komst ekki í milliriðla

Anton Sveinn komst ekki í milliriðla

Hefði þurft að bæta Íslandsmet sitt til að komast áfram

Anton Sveinn McKee varð nú fyrir skömmu 35. af 46 í undanúrslitum í 100 m bringusundi á Ólympíuleikunum.

Hann synti á 1,01.84 mínútum en hefði þurft að synda á 1,00.25 til að komast í milliriðla. Anton Sveinn hefði þurft að bæta Íslandsmet sitt sem er 1,00.53 mínútur og var hann 1,31 sekúndu frá Íslandsmetinu og 1,59 sek. frá því að komast áfram.

Adam Peaty frá Bretlandi setti heimsmet í undanúrslitunum, synti á 57,55 sekúndum og var 1,44 sekúndum á undan næsta manni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2