Hafnfirðingurinn Anton Sveinn McKee varð rétt í þessu fyrstur í 16 liða úrslitum í 200 metra bringusundi á Evrópumótinu í Belgrad í Serbíu.
Synti hann á 2:10,14 mínútum og syndir í úrslitum seinni partinn á morgun, eins og Snæfríður Sól Jórunnardóttir sem setti nýtt Íslandsmet í 200 metra skriðsundi þegar hún synti á 1:57,87 mínútu.

Anton Sveinn keppti í undanrásum í morgun og kom fyrstur allra í mark í undanrásum á 2:11,59 mínútum.