fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimFréttirAnton Sveinn og Elín Klara eru íþróttafólk Hafnarfjarðar 2023 - MYNDASYRPA

Anton Sveinn og Elín Klara eru íþróttafólk Hafnarfjarðar 2023 – MYNDASYRPA

Karla- og kvennalið frjálsíþróttadeildar FH er Íþróttalið Hafnarfjarðar 2023

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd standa fyrir árlegri afhendingu viðurkenninga til hafnfirskra íþróttamanna og voru viðurkenningar fyrir árið 2023 veittar á íþróttahátíð sem haldin var fyrr í kvöld.

Þar voru viðurkenningar veittar til Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara og sérstakra afreka, ásamt því að val á íþróttakonu og íþróttakarli Hafnarfjarðar og íþróttaliði Hafnarfjarðar 2023 var tilkynnt.

Elín Klara Þorkelsdóttir, íþróttakona Hafnarfjarðar 2023

Elín Klara Þorkelsdóttir er íþróttakona Hafnarfjarðar 2023

Elín Klara Þorkelsdóttir handknattleikskona úr Knattspyrnufélaginu Haukum var valin úr 10 manna hópi sem íþróttakona Hafnarfjarðar 2023 en Elín Klara er leikstjórnandi liðsins.

Sjá nánar neðar.

Anton Sveinn McKee er íþróttakarl Hafnarfjarðar 2023

Anton Sveinn McKee er hann var útnefndur íþróttakarl Hafnarfjarðar 2020.

Anton Sveinn McKee sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar og silfurverðlaunahafi á Evrópumeistaramótinu í Rúmeníu í 200 metra bringusundi var valinn úr 10 manna hópi sem íþróttakarl Hafnarfjarðar 2023. Hlýtur hann nafnbótina þriðja árið í röð en gat ekki verið viðstaddur athöfnina og tók móðir hans við verðlaununum fyrir hans hönd.

Kristinn Andersson, forsei bæjartjórnar afhenti viðurkenningarnar.

Kristinn Andersen, forseti bæjarstjórnar afhenti íþróttakonu og íþróttakarli Hafnarfjarðar afhenti bikar og 500.000 kr. um leið og hann óskaði þeim til hamingju með heiðursnafnbótina.

383 einstaklingar og 15 lið urðu Íslandsmeistarar 2023

Bæjarfulltrúar afhenda en ungir BH-ingar aðstoðuðu.

Samtals hafa 383 einstaklingar, bæði sem leikmenn og þjálfarar, hlotið Íslandsmeistaratitla á árinu og 15 lið og félög.

Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar

  • Íslandsmeistarar í akstursíþróttum
Fulltrúar Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar

Badmintonfélag Hafnarfjarðar

  • Íslandsmeistarar í badmintoni, börn og unglingar, fullorðnir
  • Íslandsmeistarar í badmintoni, börn og unglingar, öldungaflokkar
  • Íslandsmeistarar í borðtennis
Badmintonfélag Hafnarafjarðar

Bogfimifélagið Hrói Höttur

  • Íslandsmeistarar í bogfimi, allir flokkar
Bogfimiféagið Hrói Höttur

Brettafélag Hafnarfjarðar

  • Íslandsmeistarar á hjólum
  • Íslandsmeistarar snjóbretti
Brettafélag Hafnarfjarðar

Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar

  • Íslandsmeistarar í dansi, allir flokkar
Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar

Fimleikafélagið Björk

  • Íslandsmeistarar í áhaldafimleikum, allir flokkar
  • Íslandsmeistarar í taekwondo, allir flokkar
  • Íslandsmeistari í klifri. allir flokkar
Fimleikafélagið Björk

Fimleikafélag Hafnarfjarðar

  • Íslandsmeistarar í handknattleik, 5. flokkur karla yngra ár
  • Íslandsmeistarar í frjálsíþróttum, 14 ára og yngri stelpur og strákar
  • Íslandsmeistarar í frjálsíþróttum, 15 ára og eldri karla og kvenna
  • Íslandsmeistarar í frjálsíþróttum, öldungaflokkar karla og kvenna
  • Íslandsmeistarar í knattspyrnu, 4. flokkur kvenna B-lið
  • Íslandsmeistarar í knattspyrnu, 3. flokkur kvenna
Fimleikafélag Hafnarfjarðar

Golfklúbburinn Keilir

  • Íslandsmeistarar í golfi, karla, kvenna og unglinga
Golfklúbburinn Keilir

Hestamannafélagið Sörli

  • Íslandsmeistari í hestaíþróttum, unglingaflokkur
Hestamannafélagið Sörli

Íþróttafélagið Fjörður

  • Íslandsmeistarar í sundi fatlaðra
  • Íslandsmeistarar í frjálsíþróttum fatlaðra
Íþróttafélagið Fjörður

Knattspyrnufélagið Haukar

  • Íslandsmeistarar í handknattleik, 6. flokkur karla yngra ár
  • Íslandsmeistarar í handknattleik, 4. flokkur karla eldra ár
  • Íslandsmeistarar í handknattleik, 3. flokkur kvenna
  • Íslandsmeistarar í körfuknattleik, 8. flokkur stúlkna
Knattspyrnufélagið Haukar
Knattspyrnufélagið Haukar

Kvartmíluklúbburinn

  • Íslandsmeistarar í akstursíþróttum

Siglingaklúbburinn Þytur

  • Íslandsmeistari í siglingum, Optimist

Sundfélag Hafnarfjarðar

  • Íslandsmeistarar í sundi, börn, unglingar og fullorðnir
  • Íslandsmeistarar í sundi, Garpar
Sundfélag Hafnarfjarðar
Sundfélag Hafnarfjarðar, garpar

Afhending viðurkenningarstyrkja til íþróttafélaga

Íslandsmeistarar hafnfirskra félagsliða í efsta flokki árið 2023 og bikarmeistarar í efsta flokki félagsliða hlutu 400 þúsund króna viðurkenningarstyrk fyrir að verða Íslandsmeistarar, bikarmeistarar eða deildameistarar.

FH frjálsíþróttadeild

  • Íslandsmeistari félagsliða innanhúss, mfl. karla og kvenna
  • Íslandsmeistari félagsliða innanhúss, mfl. karla
  • Íslandsmeistari félagsliða innanhúss, mfl. kvenna
  • Íslandsmeistari félagsliða utanhúss, mfl. karla og kvenna
  • Íslandsmeistari félagsliða utanhúss, mfl. karla
  • Íslandsmeistari félagsliða utanhúss, mfl. kvenna
  • bikarmeistarar karla og kvenna innanhúss, Irma Gunnarsdóttir og Kolbeinn Höður Gunnarsson
  • Bikarmeistari karla innanhúss, Kolbeinn Höður Gunnarsson
  • Bikarmeistari kvenna innanhúss, Irma Gunnarsdóttir
  • bikarmeistarar karla og kvenna utanhúss, Irma Gunnarsdóttir og Kolbeinn Höður Gunnarsson
  • Bikarmeistari karla utanhúss, Kolbeinn Höður Gunnarsson
  • Bikarmeistari kvenna utanhúss, Irma Gunnarsdóttir

Badmintonfélag Hafnarfjarðar, borðtennisdeild

  • Íslandsmeistari félagsliða, meistaraflokkur karla
  • Bikarmeistari blandað lið
  • Hafnarfjarðar, borðtennisdeild
  • Deildameistari, meistaraflokkur karla
BH, borðtennis

Íþróttafélagið Fjörður

  • Bikarmeistari í sundi fatlaðra, Emilía Ýr Gunnarsdóttir og Hákon Helgi Guðnason

Haukar

  • Bikarmeistarar í körfuknattleik, mfl. Kvenna

Sundfélag Hafnarfjarðar

  • Bikarmeistari í sundi í karlaflokki, Bergur Fáfnir Bjarnason
  • Bikarmistari í sundi í kvennaflokki, Birgitta Ingólfsdóttir

Bikarmeistarar í yngri flokkum

Bikarmeistarar í unglinga og ungmennaflokkum – lið

Fimleikafélag Hafnarfjarðar

  • Bikarmeistarar í 5. flokki karla eldra ár handknattleik
  • Bikarmeistarar í 5. flokki karla yngra ár handknattleik
  • Bikarmeistarar í 6. flokki karla eldra ár handknattleik
  • Bikarmeistarar í 6. flokki kvenna yngra ár handknattleik
  • Bikarmeistarar í 2. flokki kvenna knattspyrna
  • Bikarmeistarar í 3. flokki kvenna knattspyrna

Knattspyrnufélagið Haukar

  • Bikarmeistarar í 6. flokki karla yngra ár í handknattleik
  • Bikarmeistarar í 4. flokki karla eldra ár í handknattleik
  • Bikarmeistarar í 12. flokki stúlkna í körfuknattleik

Bikarmeistarar eintaklinga

Brettafélag Hafnarfjarðar – Tómas Kári Björgvinsson Rist
– Bikarmeistari í hjólreiðum í cyclocross 17-18 ára karla
– Bikarmeistari í hjólreiðum í criterium junior 17-18 ára karla
– Bikarmeistari í hjólreiðum í XCO junior 17-18 ára karla

Brettafélag Hafnarfjarðar – Anton Sigurðsson
– Bikarmeistari í hjólreiðum í cyclocross U17 karla
– Bikarmeistari í hjólreiðum í götuhjólreiðum U17 karla
– Bikarmeistari í hjólreiðum í criterium U17 karla
– Bikarmeistari í hjólreiðum í XCO U17 karla
– Bikarmeistari í hjólreiðum í ungduro U17 karla
– Bikarmeistari í hjólreiðum í enduro U17 karla

Brettafélag Hafnarfjarðar – Veigar Bjarni Sigurðsson
– Bikarmeistari í hjólreiðum í XCO U15 karla
– Bikarmeistari í hjólreiðum í fjallabruni U15 karla

Brettafélag Hafnarfjarðar – Ísak Steinn Davíðsson
– Bikarmeistari í hjólreiðum í ungduro junior 17-18 ára karla

Brettafélag Hafnarfjarðar – Svavar Steinn Helgason
– Bikarmeistari í hjólreiðum í ungduro U11 karla

Brettafélag Hafnarfjarðar – Atli Rafn Gíslason
– Bikarmeistari í hjólreiðum í ungduro U13 karla

Brettafélag Hafnarfjarðar – Sigurður Ólason
– Bikarmeistari í hjólreiðum í fjallabruni master 35+ karla

Brettafélag Hafnarfjarðar – Þórdís Björk Georgsdóttir
– Bikarmeistari í hjólreiðum í enduro A-flokkur elite

Brettafélag Hafnarfjarðar – Alfonso Cordova Cervera
– Bikarmeistari í hjólreiðum í enduro junior 17-18 ára karla

Brettafélag Hafnarfjarðar – Reynar Hlynsson
– Bikarmeistari snjóbretti brekkustíll U17 karlar
– Bikarmeistari snjóbretti risastökk U17 karlar

Brettafélag Hafnarfjarðar – Anna Kamilla
– Bikarmeistari snjóbretti brekkustíll kvennaflokkur
– Bikarmeistari snjóbretti risastökk kvennaflokkur

Brettafélag Hafnarfjarðar – Arnar Freyr Jóhannsson
– Bikarmeistari snjóbretti brekkustíll U13 karlar
– Bikarmeistari snjóbretti risastökk U13 karlar

Golfklúbburinn Keilir – Halldór Jóhannsson
– Stigameistari stráka í flokki 12 ára og yngri í golfi

Golfklúbburinn Keilir – Þórdís Geirsdóttir
– Stigameistari kvenna 50 ára og eldri án forgjafar í golfi

Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar – Tryggvi Ólafsson
– Bikarmeistari í rallycrossi 1400 flokkur

Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar – Arnar Freyr Viðarsson
– Bikarmeistari í rallycrossi 2000 flokkur

Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar – Kristófer Fannar Axelsson
– Bikarmeistari í rallycrossi í 4×4 Non Turbo

Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar – Birgir Guðbjörnsson
– Bikarmeistari í rallycrossi opinn flokkur

Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar – Björgólfur Bersi Kristinsson
– Bikarmeistari í rallycrossi unglingaflokkur

Fimleikafélagið Björk – Árni Hrafn Hrólfsson
– Bikarmeistari í klifri línuklifur junior flokki karla

Kvartmíluklúbburinn – Friðrik Daníelsson
– Bikarmeistari í King of the Street

Kvartmíluklúbburinn – Sigurjón Markús Jóhannsson
– Bikarmót BA – T/F flokkur

Bogfimifélagið Hrói Höttur – Guðbjörg Reynisdóttir
– Íslandsbikarmeistari í bogfimi berbogi innandyra flokkur óháð kyni

Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar – Benedikt Gylfi Eiríksson
– Bikarmeistari í hnefaleikum í flokki -80kg U19 karla

Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar – Jónína Ásrún Sveinsdóttir
– Bikarmeistari í standard solo unglingar II

Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar – Guðjón Guðvarðarson og Ásdís Freyja Andradóttir
– Bikarmeistarar para í dansi grunnaðferð í flokki unglinga I

Viðurkenningar vegna norðurlandameistaratitla og annarra alþjóðlegra titla á árinu 2023

Guðmundur Bragi Ástþórsson, Haukar, handknattleikur
– HM U21 í handknattleik bronsverðlaun

Kristófer Máni Jónasson, Haukar, handknattleikur
– HM U21 í handknattleik bronsverðlaun

Andri Már Rúnarsson, Haukar, handknattleikur
– HM U21 í handknattleik bronsverðlaun

Einar Bragi Aðalsteinsson, FH, handknattleikur
– HM U21 í handknattleik bronsverðlaun

Jóhannes Berg Andrason, FH, handknattleikur
– HM U21 í handknattleik bronsverðlaun

Símon Michael Guðjónsson, FH, handknattleikur
HM U21 í handknattleik bronsverðlaun

Einar Andri Einarsson, þjálfari íslenska landsliðsins U21 í handknattleik.
Hann er fyrsti þjálfarinn sem fær sérstaka viðurkenningu
– HM U21 í handknattleik bronsverðlaun

Daníel Ingi Egilsson, FH, frjálsíþróttir
– Norðurlandameistari í þrístökki karla utanhúss

Sindri Hrafn Guðmundsson FH, frjálsíþróttir
– Norðurlandameistari í spjótkasti karla utanhúss

Birta María Haraldsdóttir FH, frjálsíþróttir
– Norðurlandameistari í hástökki U 20 utanhúss

Hera Christensen FH, frjálsíþróttir
– Norðurlandameistari í kringlukasti U 20 utanhúss

Ísold Sævarsdóttir FH, frjálsíþróttir
– Norðurlandameistari í sjöþraut U18 utanhúss

Markús Marelsson, Golfklúbburinn Keilir
Sigraði á tveimur erlendum golfmótum á árinu og varð í 2. sæti í einu,
– Lubker junior mótið og Dresden junior mótið. European young masters 2. sæti.

Axel Bóasson, Golfklúbburinn Keilir    
– Sigraði á Big Green Swedish matchplay mótinu á Nordic league mótaröðinni.

Vala Dís Cicero, Sundfélag Hafnarfjarðar
– Sigraði á Norðurlandameistaramóti æskunnar (NÆM), 100 m, 200 m, 400 m skriðsund og 100 m flugsund
– Sigraði á Smáþjóðaleikum í boðsundi í 4×100 m skriðsundi, 4×200 m skriðsundi
– Sigraði á Norðurlandameistaramóti unglinga í 200 m skriðsundi, brons í 100 m skriðsundi og 4×100 m skriðsundi

Anton Sveinn McKee, Sundfélag Hafnarfjarðar
– Sigraði á Smáþjóðaleikum í 100 m, og 200 m bringusundi, 400n m fjórsundi
– Silfurverðlaun á EM í 25 m laug í 200 m bringusundi

Birnir Freyr Hálfdánarsson, Sundfélag Hafnarfjarðar
– Sigraði á Smáþjóðaleikum í 200 m fjórsundi

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, Sundfélag Hafnarfjarðar,
– Sigraði á Smáþjóðaleikum í boðsundi í 4×100 m skriðsundi og 4×200 m skriðsundi

Kristín Helga Hákonardóttir, Sundfélag Hafnarfjarðar
– Sigraði á Smáþjóðaleikum í boðsundi í 4×100 m skriðsundi og 4×200 m skriðsundi

Steinn Jóhannsson, Sundfélag Hafnarfjarðar
– Sigraði á Norðurlandameistaramóti garpa (NOM), 400 m fjórsund í flokki 55-59 ára

Trausti Sveinbjörnsson, Sundfélag Hafnarfjarðar
– Sigraði á Norðurlandameistaramóti garpa (NOM), 50 m skriðsund og 50 m bringusundi í flokki 75-79 ára

Þórhallur Jóhannesson, Sundfélag Hafnarfjarðar
– Sigraði á Norðurlandameistaramóti garpa (NOM), 50 m bringusund í flokki 70-74 ára

Róbert Ísak Jónsson, Íþróttafélagið Fjörður/ SH
– Norðurlandameistari í paraflokki (fatlaðir) í 200 m fjórsundi og vann silfur í 50 m og 100 m flugsundi

Emil Steinar Björnsson, Íþróttafélagið Fjörður, frjálsíþróttir   
– Norðurlandameistari í paraflokki (fatlaðir) í spjótkasti og kringlukasti

Brettafélag Hafnarfjarðar fékk ÍSÍ bikarinn

Þórey Edda Elísdóttir 1. varaforseti ÍSÍ afhenti ÍSÍ bikarinn sem veittur því félagi sem hefur þótt sýna öflugt og gott uppbyggingarstarf. Var Brettafélagi Hafnarfjarðar veittur bikarinn en félagið er m.a. eitt fjölmennasta félagið sem stundar reglulegar æfingar í Bláfjöllum.

Karla- og kvennalið frjálsíþróttadeildar FH er Íþróttalið Hafnarfjarðar 2023

Það koma kannski ekki mjög á óvart að frjálsíþróttalið FH skyldi hljóta nafngiftina í ár enda hefur liðið verið afar sigursælt á mótum á árinu.

Bikarmeistarar FH 2023 – Ljósm.: FRÍ

Liðið stóð sig frábærlega á árinu 2023. Það sigraði í öllum frjálsíþróttamótum þar sem keppt var til stiga á árinu, hlaut samtals 12 titla en hafði mest áður unnið 11 titla árið 2022. Þá unnust fjölmargir sigrar í einstaklingskeppni Meistaramóta Íslands og í Bikarkeppnum FRÍ. Í fullorðinsflokkum settu FH-ingar sex Íslandsmet á árinu og jöfnuðu eitt í tvígang. Auk þess gerðu FH-ingar víðreist á árinu og kepptu á fjölda móta erlendis með góðum árangri. Árangur frjálsíþróttadeildar FH er einstakur árið 2023 og liðið vel að því komið að vera lið Hafnarfjarðar árið 2023.

Tilnefnd voru:

Badmintonfélag Hafnarfjarðar – karlalið BH í borðtennis

Liðið varð deildarmeistari í efstu deild karla án þess að tapa liðsleik og sló í leiðinni ýmis met. Liðið varð síðar Íslandsmeistari þar sem liðið sigraði KR 6-1 í úrslitum sem er stærsti sigur sem sést hefur í borðtennis í síðari tíð. Liðið tekur þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn á þessu keppnistímabili.

Fimleikafélag Hafnarfjarðar – meistaraflokkur karla og kvenna í frjálsíþróttum

Liðið sigraði í öllum frjálsíþróttamótum sem keppt var til stiga á árinu, þá unnust fjölmargir sigrar í einstaklingskeppni Meistaramóta Íslands og í Bikarkeppnum FRÍ. Í fullorðinsflokkum settu FH-ingar sex Íslandsmet á árinu sem er að líða og unnu tvo Norðurlandameistaratitla í fullorðinsflokki í einstaklingsgreinum.

Knattspyrnufélagið Haukar – meistaraflokkur kvenna í körfuknattleik

Meistaraflokkur félagsins er einn sá sterkasti á landinu og hefur verið til fjölda ára. Liðið varð bikarmeistari í janúar s.l. og svo meistari meistaranna nú í upphafi keppnistímabils. Bikarsigur liðsins s.l. vetur var sá þriðji í röð. Ásamt því að vera bikarmeistari fór liðið í úrslitakeppnina þar sem það tapaði fyrir Val í oddaleik.

Íþróttakona og íþróttakarl 2023

Anton Sveinn McKee

Íþróttakarl Hafnarfjarðar þriðja árið í röð er Anton Sveinn McKee, sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar og silfurverðlaunahafi í 200 metra bringusundi á Evrópumeistaramótinu í Rúmeníu.

Elín Klara Þorkelsdóttir, íþróttakona Hafnarfjarðar 2023

Íþróttakona Hafnarfjarðar er hin unga handknattleikskona úr Haukum, Elín Klara Þorkelsdóttir, leikstjórnandi liðsins.

Tilnefningar til íþróttakonu Hafnarfjarðar 2023

Eowyn Marie Mamalias

Eowyn Marie Mamalias bogfimikona úr Bogfimifélaginu Hróa Hetti. Eowyn átti glæsilegt ár með 4 Íslandsmeistaratitla, 3 Íslandsmet, 2 Norðurlandamet, 3 verðlaun á alþjóðlegum mótum og gott gengi í landsliðsverkefnum með U21 og Meistaraflokks landsliðum.

Aníta Hinriksdóttir

Aníta Hinriksdóttir frjálsíþróttakona úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar er afrekskona frjálsíþróttadeildar FH, hlýtur hún þá sæmd fyrir 800 m hlaup utanhúss, en hún hljóp á tímanum 2:03,33 mín, í Evrópukeppni landsliða. Árangur hennar samsvarar 1103 stigum á stigatöflu alþjóða frjálsíþróttasambandsins sem er stigahæsta afrek íslenskra frjálsíþróttakvenna á árinu.

Ingibjörg Erla Grétarsdóttir

Ingibjörg Erla Grétarsdóttir taekwondo-kona úr Fimleikafélaginu Björk. Hún keppir nú í -57 senior og hefur verið í algjörum sérflokki þar og er sá kvenkeppandi okkar sem hefur femgo‘ stærstu alþjóðlegu verðlaunin. Má þar meðal annars nefna Gull á British open G1 og silfur á Serbian open. Ingibjörg Erla er einnig margfaldur Íslands og Norðurlandameistari.

Margrét Lea Kristinsdóttir

Margrét Lea Kristinsdóttir fimleikakona úr Fimleikafélaginu Björk. Margrét Lea Kristinsdóttir hefur verið ein fremsta fimleikakona landsins í mörg ár. Hún er fastamaður í landsliðs Íslands og keppir á stórmótum á borð við Norðurlandamót, Evrópumót og Heimsmeistaramót. Margrét Lea keppti á Heimsmeistaramótinu í Belgíu og fékk hún fjölþrautar einkunn upp á 45.965 stig sem er frábær árangur.

Vildís Edwinsdóttir

Vildís Edwinsdóttir – BFH – landsliðskona á snjóbrettum. Vildís er fyrsta íslenska konan sem nær lágmarki fyrir A landslið kvenna á snjóbrettum, vegna árangurs á árinu 2023. Vildís æfir og keppir í Svíþjóð þar sem hún hefur náð góðum árangri á alþjóðlegum mótum. Vildís er fyrirmynd og brautryðjandi íslenskra kvenna í keppni á alþjóðlegum vettvangi.

Vala Dís Cicero

Vala Dís Cicero sundkona úr Sundfélagi Hafnarfjarðar. Vala Dís er sigursæl sundkona í unglingalandsliða og keppti á nokkrum alþjóðlegum meistaramótum fyrir Ísland. Árið 2023 vann hún fimm Íslandsmeistaratitla og var hluti af 8 landstitlum til viðbótar með boðsundsliðs félagsins. Auk þess vann hún 7 Íslandsmeistaratitla unglinga. Á alþjóðlegum vettvangi hafur hún náð frábærum árangri á árinu. Árið 2023 setti hún 8 ný Íslandsmet unglinga og eitt Íslandsmet með boðsundi félagsins.

Eva Margrét Kristjánsdóttir

Eva Margrét Kristjánsdóttir körfuknattleikskona úr Knattspyrnufélaginu Haukum. Eva Margrét spilaði frábærlega með Haukum á síðasta tímabili í körfubolta. Leiddi hún liðið til bikarmeistaratitils og toppaði hún frábært tímabil með því að vera valin í lið ársins og svo besti leikmaður deildarinnar á árlegu lokahófi KKÍ. Hún var einn stiga- og frákastahæsti leikmaður deildarinnar. Einnig er hún fastamaður í A landsliðinu.

Sara Rós Jakobsdóttir

Sara Rós Jakobsdóttir dansari úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Árið 2023 var viðburðarríkt hjá dansparinu Nicolo Barbizi og Söru Rós Jakobsdóttur. Þau unnu sér rétt til að keppa á þremur heimsmeistaramótum og tóku þátt í þeim öllum. Þ.e. latin, standard og 10 x dönsum. Helsti árangur þeirra er: Íslandsmeistarar í latin dönsum, Íslandsmeistarar í 10 x dönsum og 2. Sæti í standard dönsum. 8. Sæti á HM 10 x dansa WDSF. Fyrsta sæti í Open 10 dance í Maison-Laffite í Frakklandi. 1. Sæti í WDSF Open 10 dance í Cambrils á Spáni.

Gerda Voitechovskaja

Badmintonkonan Gerda Voitechovskaja úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar er á meðal allra bestu badmintonspilara landsins. Hún varð Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna árið 2023 og er þetta í fyrsta skipti sem BH á Íslandsmeistara í einliðaleik í efsta flokki. Gerda sem er frá Litháen hefur búið hér á landi í um 4 ár og spilað fyrir BH frá því hún flutti til landsins. Auk þess að vinna Íslandsmótið vann Gerda Meistaramót ÍA á þessu ári í tvíliðaleik kvenna og komst í úrslit í tvenndarleik. Þá vann hún Reykjavíkurmót 2023 í einliðaleik kvenna og tvenndarleik.

Elín Klara Þorkelsdóttir

Elín Klara Þorkelsdóttir handknattleikskona úr Knattspyrnufélaginu Haukum. Leikstjórnandi kvennaliðs Hauka í Olísdeildinni, var valin besti og efnilegasti leikmaður Olísdeildar kvenna á lokahófi HSÍ í maí 2023 síðastliðnum, þá aðeins 18 ára gömul. Einnig var Elín valin besti leikmaður kvennaliðs Hauka á lokahófi handknattleiksdeildarinnar. Þá var hún Íslandsmeistari með 3. Flokki kvenna. Elín Klara var valin í A-landslið Íslands sem tók þátt í HM í Noregi, Svíþjóð og Danmörku.

Tilnefningar til íþróttakarls Hafnarfjarðar 2023

Kolbeinn Höður Gunnarsson

Kolbeinn Höður Gunnarsson er afreksmaður frjálsíþróttadeildar FH. Kolbeinn hlýtur þá sæmd fyrir 200 m hlaup innanhúss, en hann hljóp á 21,03 sek og setti Íslandsmet. Hann setti einnig Íslandsmet í 60 m hlaupi innanhúss , 200 m hlaupi utanhúss og jafnaði metið tvívegis í 100 m hlaupi. Kolbeinn varð Íslandsmeistari í 60 og 200 m hlaupi innanhúss og 100 m utanhúss. Sigraði 100 m í Bikarkeppni FRÍ þar sem hann var fyrirliði karlaliðs FH.

Leo Anthony Speight

Leo Anthony Speight taekwondomaður úr Fimleikafélaginu Björk. Leo Anthony hefur um árabil verið okkar öflugasti bardagamaður. Leo keppir í -68 senior, einum erfiðasta flokki sem hægt er að keppa í. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna á Íslandi og er margfaldur Íslandsmeistari og Norðurlandameistari auk þess að hafa unnið til margra verðlauna á alþjóðlegum mótum. Hann náði einnig bronsi á British Open G-1 móti sem haldið var í júlí.

Anton Sveinn McKee

Anton Sveinn McKee sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar. Anton er landsliðsmaður. Árið 2023 vann hann þrjá Íslandsmeistaratitla yfir 50, 100 og 200 metra bringu. Á heimsmeistaramótinu í Fukuoka, í Japan, um sumarið, náði hann að komast áfram í úrslit í 200 m bringusund á tímanum 2.09,50. Þessi tími er hraðari en A-lágmark fyrir Ólympíuleikana á næsta ári í París og tryggir þátttöku hans þar. Hann lenti í öðru sæti á Evrópumeistaramótinu í Rúmeníu í 200 metra bringusundi nú fyrr í desember. Anton æfir með atvinnumanna liðinu Virginia Tech University í Bandaríkjunum. Hann keppir og æfir með SH í öllum sínum fríum og heimsóknum til Íslands.

Róbert Ísak Jónsson

Róbert Ísak Jónsson sundmaður úr Íþróttafélaginu Firði og Sundfélagi Hafnarfjarðar. Norðurlandameistari í paraflokki (fatlaðir) í 200 m fjórsundi og vann silfur í 50 m og 100 m flugsundi auk fjölmargra titla og afburða árangur bæði með Sundfélagi Hafnarfjarðar og Íþróttafélaginu Firði.

Hilmar Smári Henningsson

Hilmar Smári lék með mfl. karla hjá Haukum í körfubolta tímabilið 2022-2023. Hann var einn af burðarásum liðsins sem endaði í 3. sæti deildarinnar. Hann spilaði sig inn í A landsliðið og var í 12 manna hópnum sem spilaði undankeppni ÓL sem fór fram í ágúst s.l. Á síðasta tímabili í Subway deild karla var hann stigahæsti Íslendingurinn og var einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Eftir tímabilið hélt hann í atvinnumennskuna og spilar nú með þýska liðinu Bremerhaven.

Nicolo Barbizi

Nicolo Barbizi dansari úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Árið 2023 var viðburðarríkt hjá dansparinu Nicolo Barbizi og Söru Rós Jakobsdóttur. Þau unnu sér rétt til að keppa á þremur heimsmeistaramótum. Þ.e. latin, standard og 10 x dönsum. Helsti árangur þeirra er: Íslandsmeistarar í latin dönsum, Íslandsmeistarar í 10 x dönsum og 2. sæti í standard dönsum. 8. sæti á HM 10 x dansa WDSF. Fyrsta sæti í Open 10 dance í Maison-Laffite í Frakklandi. 1. sæti í WDSF Open 10 dance í Cambrils á Spáni.

Magnús Gauti Úlfarsson

Magnús Gauti Úlfarsson borðtennismaður úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar. Hann var fyrirliði karlaliðs BH sem varð deildarmeistari þar sem Magnús var með flesta unna leiki af öllum leikmönnum deildarinnar. Hann leiddi síðar lið BH til sigurs um Íslandsmeistaratitilinn í liðakeppni þar sem hann tapaði sjálfur ekki leik. Magnús varð einnig bikarmeistari og hefur verið fastamaður í landsliðinu.

Gabríel Ingi Helgason

Badmintonmaðurinn Gabríel Ingi Helgason úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar er á meðal bestu badmintonspilara landsins. Hann var valinn í A landsliðið tvisvar á árinu og keppti með íslenska liðinu á Evrópukeppni Smáþjóða og Evrópukeppni karlalandsliða. Hann keppti auk þess á fjórum alþjóðlegum einstaklingsmótum víðsvegar um heiminn Þá varð hann þrefaldur Íslandsmeistari unglinga í U19 flokknum í vor.

Axel Bóasson

Axel Bóasson kylfingur úr Golfklúbbnum Keili. Axel Bóasson er einn af bestu kylfingunum á Íslandi í dag og leikur sem atvinnukylfingur á Nordic league mótaröðinni. Þar endaði hann í 5.sæti samanlagt og fékk boð um að leika á Challenge tour mótaröðinni sem er önnur deild golfsins í Evrópu. Axel gerði sér lítið fyrir og sigraði á Big Green Swedish matchplay mótinu á Nordic league mótaröðinni.

Guðmundur Bragi Ástþórsson

Guðmundur Bragi handknattleiksmaður úr Knattspyrnufélagi Hauka. Guðmundur Bragi er leikstjórnandi meistaraflokks karla hjá Haukum í Olísdeild. Hann er lykilmaður í liðinu sem lék bæði til úrslita í bikarkeppninni og úrslitakeppni Íslandsmótsins í handbolta en liðið endaði í 2. sæti í báðum keppnum. Hann var valinn besti leikmaður karlaliðs Hauka á tímabilinu 2022-23 fyrr á árinu. Guðmundur lék með U21 landsliðinu sem endaði í 3. sæti á heimsmeistaramóti U21 árs landsliða.

Þrettán félög fengu styrk til eflingar íþróttastarfs yngri en 18 ára

Bjarni Már Gylfason, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto á Íslandi, afhenti íþróttastyrki fyrir þátttakendur yngri en 18 ára. Úthlutað var 9,9 milljónum króna, en samtals er þá búið að úthluta 22 milljónum króna á árinu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2