fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirÁri grænnar iðnbyltingar ýtt úr vör

Ári grænnar iðnbyltingar ýtt úr vör

Samtök iðnaðarins tileinka árið 2022 grænni iðnbyltingu

Samtök iðnaðarins tileinka árið 2022 grænni iðnbyltingu. Ári grænnar iðnbyltingar var ýtt úr vör í gær hjá Carbfix á Hellisheiði.

Með Ári grænnar iðnbyltingar vilja Samtök iðnaðarins leggja sitt af mörkum til að vekja athygli á mikilvægi grænna umskipta sem þegar eru hafin í íslensku atvinnulífi. Til að ná metnaðarfullum markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum þarf nýsköpun, fjárfestingar, orkuskipti og samstarf svo eitthvað sé nefnt. Fjölmörg iðnfyrirtæki vinna að lausnum sem stuðla að minni kolefnislosun.

Ár grænnar iðnbyltingar hófst í starfsstöð Carbfix sem er meðal aðildarfyrirtækja SI en starfsemi þess hefur vakið heimsathygli fyrir byltingarkennda tækni við föngun og kolefnisförgun.

Á ekki að hafa minni áhrif en fyrri iðnbyltingar

Árni Sigurjónsson, formaður SI segir græna iðnbyltingu ætti ekki að hafa minni áhrif en fyrri iðnbyltingar en áhrifin verði með breiðari hætti á flest svið þjóðlífsins.

„Þessi bylting leiðir af ákvörðunum, markmiðum og aðgerðum stjórnvalda en byggir með órjúfanlegum hætti á þeirri tækniþróun og framförum sem fyrri iðnbyltingar hafa fært okkur. Markmið íslenskra stjórnvalda eru skýr: Ísland verði kolefnishlutlaust fyrir 2040 og verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir 2050. Það er stjórnvalda að setja skýr markmið en atvinnulífsins að finna bestu lausnirnar og leiðina að markmiðunum. Til að ná settu marki þarf því víðtækt samstarf stjórnvalda og atvinnulífs. Sér í lagi þurfa stjórnvöld að setja umgjörð sem hvetur til þess að lausnirnar verði til og að þær verði nýttar. Með því að tileinka árið 2022 grænni iðnbyltingu vilja Samtök iðnaðarins hvetja til aðgerða þannig að Ísland geti sannarlega talist grænt,“ segir Árni.

Meða viðstaddra voru forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, Áslaug Anna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra  og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Carbfix ohf. var stofnað sem dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur undir lok árs 2019 og hóf starfsemi sem aðskilið fyrirtæki 1. janúar, 2020. Markmið fyrirtækisins er að gegna lykilhlutverki í baráttunni gegn hamfarahlýnun með því að ná að farga einum milljarði tonna af CO2 eins fljótt og hægt er.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2