fbpx
Föstudagur, desember 20, 2024
target="_blank"
HeimFréttirArnór Máni hæstur á stúdentsprófi í Flensborg

Arnór Máni hæstur á stúdentsprófi í Flensborg

Flensborgarskólanum brautskráði í dag við hátíðlega athöfn 44 nemendur af fjórum námsbrautum; félagsvísinda-, raunvísinda-, viðskipta og hagfræði- og opinni braut.

Átján þeirra luku einnig námi á íþróttaafrekssviði skólans og tveir af listasviði skólans.

Pétur Óskarsson, frá Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar, Arnór Máni Kristinsson og Erla Ragnarsdóttir, skólameistari.

Hæstu einkunn hlaut Arnór Máni Kristinsson, með einkunnina 9,33 á stúdentsprófi. Arnór Máni útskrifaðist af opinni braut með áherslu á viðskiptagreinar og flugnám. Hann fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði, ensku og viðskiptagreinum. Hann hlaut einnig viðurkenningu frá Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar fyrir framlag sitt til samfélagsmála.

Erla Ragnarsdóttir, skólameistari. og Andri Már Kristjánsson

Andri Már Kristjánsson var með næsthæstu einkunn á stúdentsprófi, 9,16 af raunvísindabraut. Hann fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í raungreinum á stúdentsprófi frá Rio Tinto á Íslandi auk viðurkenningar og boð um námsvist frá Háskólanum í Reykjavík.

Erla Ragnarsdóttir skólameistari og Kamilla Stjarna Skúladóttir.

Þriðju hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Kamilla Stjarna Skúladóttir, 9,06. Þá fékk Kamilla Stjarna viðurkenningu frá Sorptimistaklúbbi Garðabæjar og Hafnarfjarðar fyrir þrautseigju í námi og dugnað á námstímanum.

Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari, og Júlía Jörgensen, aðstoðarskólameistari, fluttu ávörp og fóru yfir liðna önn, þ.m.t. skólastarfið sem einkennist af farsæld nemenda, eflingu félagstengsla og sterkri námsmenningu.

Ungmennakórinn Bergmál, samstarfsverkefni Flensborgarskólans og Hafnarfjarðarkirkju, söng jólalög við athöfnina.

Luis Gísli Rabelo fékk styrk úr Fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar

Við útskriftina var veittur 600.000 kr. styrkur úr fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar en hann hefur verið veittur á hverri útskrift á jólum frá 1992.

Daníel Scheving Hallgrímsson, formaður skólanefndar, Luis Gísli Rabelo og Erla Ragnarsdóttir, skólameistari. – Ljósmynd: Aðsend

Luis Gísli Rabelo, doktorsnemi í læknavísindum við Háskóla Íslands, er styrkþegi sjóðsins að þessu sinni en hann vinnur nú að doktorsritgerð sinni um að meta hrumleika öldrunar hjá eldri sjúklingum fyrir valkvæðar skurðaðgerðir og skoða skurðútkomur þeirra en einnig til að meta hvort að forhæfing, eða undirbúningur fyrir aðgerð, gagnist þessum sjúklingum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2