Sigurvegarar í söngkeppni félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar 2020, Arndís Dóra Ólafsdóttir og Áróra Valdimarsdóttir úr Öldunni og Hekla Sif Óðinsdóttir úr Skarðinu.
Söngkeppni félagsmiðstöðva grunnskóla Hafnarfjarðar var haldin í Bæjarbíói í gærkvöldi.
Alls sendu sjö félagsmiðstöðvar fulltrúa í keppnina, þrettán atriði þar sem fram komu samtals 18 einstaklingar.
Það er hægt að fullyrða að söngur keppenda var einstaklega glæsilegur í ár og keppendur hverjum öðrum glæsilegri. Öryggi í framkomu og söng einkenndi framlög félagsmiðstöðvanna og áhorfendur voru vel með á nótunum og fögnuðu söng keppendanna vel.
Alls voru söngvararnir 14, allt stúlkur og lagavalið var fjölbreytt. Þarna mátti heyra, lög eins og Imagine, Killing me softly, You let me walk alone, Madworld, Creep og mörg fleiri sem stúlkurnar túlkuðu hver á sinn einstaka hátt.
Það var því ekki létt verk fyrir dómarana, Katrínu söngvara í Rokkkór Íslands, Arnar Dór söngvara og Hafstein Níelsson lagasmið að skera úr um það hvaða söngvarar yrðu í efstu sætunum.
Það var til mikils að vinna því tvö efstu sætin gefa þátttökurétt í keppni Samfés í Laugardalshöll.
Eftir góðan umhugsunartíma stigu svo dómararnir fram á svið og kynntu niðurstöðu sína.
Frá vinstri: Arndís Dóra Ólafsdóttir og Áróra Eyberg Valdimarsdóttir úr Öldunni og Hekla Sif Óðinsdóttir úr Skarðinu en þær skiptu með sér fyrsta sæti; Tinna Guðrún Petersen Jóhannsdóttir úr Hrauninu sem varð í 2. sæti og Luciana Fernandez Gomez úr Verinu sem varð í 3. sæti.
Í þriðja sæti varð Luciana Fernandez Gomez (15) úr Verinu en hún söng lagið Killing me softly.
Í öðru sæti varð Tinna Guðrún Petersen Jóhannsdóttir (15) úr Hrauninu en hún söng lagið Creep.
Tvær félagsmiðstöðvar urðu í 1. sæti og taka þátt í úrslitakeppni Samfés:
Áróra Eyberg Valdimarsdóttir (13) og Arndís Dóra Ólafsdóttir (13) úr Öldinni en þær sungu lagið Mad World.
Hekla Sif Óðinsdóttir (13) úr Skarðinu en hún söng lagið Skysscraper. Hekla Sif söng einnig með Perlu Dís í öðru atriði sem þó ekki komst í úrslit.
Hér má sjá nokkrar af þeim myndum sem ljósmyndari Fjarðarfrétta tók. Sjá nánar um kaup á ljósmyndum hér.
Unnur Elín úr félagsmiðstöðinni Öldunni söng lagið Stone Cold
Unnur Elín úr félagsmiðstöðinni Öldunni söng lagið Stone Cold
Tinna Guðrún úr Hrauninu tekur lagið Creep
Tinna Guðrún úr Hrauninu tekur lagið Creep
Hekla Sif og Perla Dís úr Skarðinu sungu lagið I don´t wanna be you anymore
Hekla Sif og Perla Dís úr Skarðinu sungu lagið I don´t wanna be you anymore
Hekla Sif og Perla Dís úr Skarðinu sungu lagið I don´t wanna be you anymore
Krista Sól úr félagmiðstöðinni Ásnum taka lagið Don´t dream it´s over
Krista Sól úr félagmiðstöðinni Ásnum taka lagið Don´t dream it´s over
Bergdís úr Mosanum söng lagið Imagine
Bergdís úr Mosanum söng lagið Imagine
Luciana úr Vitanum með lagið Killing me softly
Luciana úr Vitanum með lagið Killing me softly
Kynnarnir stóðu sig með mikilli prýði.
Luciana úr Vitanum með lagið Killing Ásgerður Erla úr Setrinu söng lagið Skinny Love
Ásgerður Erla úr Setrinu söng lagið Skinny Love
Sigrún Ásta úr Hrauninu söng lagið Never forget you
Luciana úr Vitanum með lagið Killing Sigrún Ásta úr Hrauninu söng lagið Never forget you
Arndís og Áróra Eyberg úr Öldunni sungu lagið Mad World
Arndís og Áróra Eyberg úr Öldunni sungu lagið Mad World
Arndís og Áróra Eyberg úr Öldunni sungu lagið Mad World
Arndís og Áróra Eyberg úr Öldunni sungu lagið Mad World
Arndís og Áróra úr Öldunni sungu lagið Mad World
Kolbrún Sara úr Ásnum söng lagið You let me walk alone
Kolbrún Sara úr Ásnum söng lagið You let me walk alone
Hekla Sif úr félagsmiðstöðinni Skarðinu söng Skyscraper
Hekla Sif úr félagsmiðstöðinni Skarðinu söng Skyscraper
Natalía Sól úr Setrinu söng lagið Riptide
Natalía Sól úr Setrinu söng lagið Riptide
Sveingbjörg Júlía, Svandís Helga, Erlendur, Jón Ragnar og Aron Þór ssungu og fluttu lagið Total eclipse of the heart.
Sveingbjörg Júlía, Svandís Helga, Erlendur, Jón Ragnar og Aron Þór ssungu og fluttu lagið Total eclipse of the heart.
Dómararnir Katrín, Arnar Dór og Hafsteinn.
Áheyrendur voru vel með á nótunum en ótrúlegt að ekki hafi verið troðfullt.
Frá vinstri: Arndís Dóra Ólafsdóttir og Áróra Valdimarsdóttir úr Öldunni og Hekla Sif Óðinsdóttir úr Skarðinu en þær skiptu með sér fyrsta sæti; Tinna Guðrún Petersen Jóhannsdóttir úr Hrauninu sem varð í 2. sæti og uciana Fernandez Gomez úr Vitanum sem varð í 3. sæti.
Sigurvegarar í söngkeppni félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar 2020, Arndís Dóra Ólafsdóttir og Áróra Valdimarsdóttir úr Öldunni og Hekla Sif Óðinsdóttir úr Skarðinu.