fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirÁsdís Birta lauk framhaldsprófi í karínettuleik

Ásdís Birta lauk framhaldsprófi í karínettuleik

​​Ásdís Birta Guðnadóttir var eini nemandinn sem lauk framhaldsprófi við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar nú í vor. Hún lauk framhaldsprófi í klarínettuleik með glæsilegum árangri og og tók við prófskírteini á skólaslitum Tónlistarskólans í Víðistaðakirkju sl. fimmtudag.

Ásdís Birta hélt sjálfstæða tónleika innan skólans að þessu tilefni en tónleikarnir voru í Hásölum mánudaginn 25. maí.  Meðleikarar Ásdísar á tónleikunum voru Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari og Berglind Bjarnadóttir fagottleikari. Verkefnin gáfu góða mynd af litrófi klarínettunnar en á efnisskránni voru verk efir Robert Schumann, Claude Debussy, Felix Mendelssohn og Jón Nordal, allt krefjandi meistarastykki úr tónbókmenntum klarinettunnar.

Ásdís Birta Guðnadóttir tekur við skírteini sínu úr hendi Eiríks Stephensens skólastjóra.

Ásdís hóf klarínettunám hjá Ármanni Helgasyni við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar níu ára gömul og hefur lagt stund á nám hjá honum þar síðan. Ásdís hefur verið ötul í hljómsveitarleik og hefur m.a leikið með Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskólanna, Lúðrasveit Hafnarfjarðar og fleiri hljómsveitum.

Ásdís Birta hefur nám í klassískri hljóðfærakennslu við Listaháskóla Íslands næsta haust.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2