fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirÁsvallabrautin að myndast – Mikilvæg samgöngubót

Ásvallabrautin að myndast – Mikilvæg samgöngubót

Gerð Ásvallabrautar hefur verið töluvert á milli tannanna hjá mörgum bæjarbúum. Þó tengir hún saman fjarlæg hverfi og kemur til með að tengja framtíðarbyggingarsvæði sem er í framhaldi af Áslandi 3, eins og kemur fram á aðalskipulagi.

Ásvallabrautin mun tengjast nýju hringtorgi á Kaldárselsvegi en ekki við Brekkuás eins og upphaflega var gert ráð fyrir.

Það hafa helst verið hestamenn og íbúar í neðstu götum í Áslandi 3 sem mótmælt hafa brautinni. Íbúar í Áslandi vegna þess að hún væri svo nálægt húsum þeirra en samt hefur hún verið færð fjær húsunum en brautin var skv. því deiliskipulagi sem var í gangi þegar hverfið var byggt.

Lega Ásvallabrautar

Upphaflega átti þarna einnig að vera ofanbyggðavegur sem tengdist inn á Flóttamannaveginn/Elliðavatnsveginn en litlar líkur eru á að af honum verði þó gert sé ráð fyrir honum í aðalskipulagi Hafnarfjarðar.

Hér má sjá vegstæðið og Hvaleyrarvatn.

Verkið var boðið út í vor og átti Snókur ehf. lægsta tilboð, um 704 millj. kr. og fellur allur kostnaður af gatnagerðinni á Hafnarfjarðarbæ.

Vegstæðið ofan við hesthúsin í Hlíðarþúfum.

Eins og á þeim hluta vegarins sem liggur að byggingum á Völlum og í Skarðshlíð verður 50 km hámarkshraði á veginum en eins og áður segir er gert ráð fyrir að honum tengist vegir að framtíðarbyggingarsvæði í nágrenninu.

Verklok eru áætlaðar 1. október 2021 eða eftir rétt rúmt eitt ár.

Sjá nánar um framkvæmdina á upplýsingasíðu um Ásvallabraut.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2