fbpx
Miðvikudagur, janúar 8, 2025
target="_blank"
HeimFréttirÁsvallabrautin hefur verið opnuð - Tengir Dalinn við Kaldárselsveg

Ásvallabrautin hefur verið opnuð – Tengir Dalinn við Kaldárselsveg

Ný Ásvallabraut, milli Skarðshlíðar og Kaldárselsvegar var formlega tekin í notkun í dag er Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Kristmundur Einarsson framkvæmdastjóri Snóks hf. klipptu á bleikan borða því til staðfestingar.

„Ásvallabrautin er afar mikilvægur þáttur í uppbyggingu og eflingu byggð­ar­ í Hafnarfirði og mun gjörbreyta sam­göngum og aðgengi inn á nýjustu íbúða- og atvinnusvæði bæjarins. Ný mis­læg gatnamót við Krýsuvíkurveg voru tekin í notkun í árslok 2017 og fyrir ári var opnað fyrir umferð á tvö­faldri Reykjanesbraut í gegnum Hafn­ar­fjörð. Opnun Ásvallabrautar er enn einn liður í því að greiða samgöngur innan bæjarins og milli hverfa“ sagði Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í tilefni af opnuninni. „Ég óska íbúum Hafnar­fjarðar og starfsfólki fyrirtækja á svæðinu til hamingju með nýju brautina og veit að hún mun nýtast vel“.

Ásvallabrautin við Ásland 3
Horft í suður í átt að Bláberjahrygg.

Gerð Ásvallabrautar var töluvert á milli tannanna hjá mörgum bæjarbúum og voru það aðallega íbúar í Áslandi 3 og hestamenn sem mótmæltu legu hennar.
Þó tengir hún saman fjarlæg hverfi og kemur til með að tengja bygg­ingarsvæði sem kom í framhaldi af Áslandi 3, eins og kemur fram á aðal­skipulagi og er undirbúningur skipulags þeirra þegar hafinn. Brautin liggur frá innsta hluta Skarðshlíðar og að hringtorgi á Kaldárselsvegi.

Eins og á þeim hluta vegarins sem liggur að byggingum á Völlum og í Skarðshlíð verður 50 km hámarkshraði á veginum.

Hátt í 3000 íbúðir byggðar á svæðinu

Öllum lóðum í Skarðshlíð og Hamranesi hefur verið úthlutað eða í heild lóðum fyrir um 2300 íbúðir, þar af rúmlega 1.700 í Hamranesi sem ekki eru enn komnar í sölu. Uppbygging í Skarðshlíð er langt komin og fluttu fyrstu íbúarnir í sín hús sumarið 2019. Í Hamranesi eru framkvæmdir hafnar á verktakalóðum fyrir 148 íbúðir í fjölbýli auk þess sem Bjarg íbúðafélag hyggst byggja 148 íbúðir í hverfinu. Um mitt ár 2021 var þróunarreitum í Hamranesi úthlutað til átján aðila sem eru að vinna deiliskipulag á sínum reitum fyrir alls rúmlega 1400 íbúðir. Á nokkrum þessara reita eru framkvæmdir við það að hefjast. Áframhaldandi uppbygging í Áslandi er í undirbúningi og er gert ráð fyrir að úthlutun á lóðum í Áslandi 4 fyrir hátt í 500 íbúðir hefjist á vormánuðum 2022.

Íbúar fagna opnun vegarins sem styttir leiðir fyrir marga.
Lega Ásvallabrautar

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2