fbpx
Miðvikudagur, ágúst 14, 2024
HeimFréttirÁtján ára hafnfirskur ballettdansari sýndi dansmyndverk í Hafnarborg9

Átján ára hafnfirskur ballettdansari sýndi dansmyndverk í Hafnarborg9

Logi Guðmundsson er 18 ára gamall ballettdansari sem ólst upp í Norðurbænum í Hafnarfirði þar sem hann segir alveg hreint dásamlegt að búa.

Hann sýndi dansmyndverk í Hafnarfirði í gær, sem hann hefur unnið að í sumar, sem hann nefndir „Hafnarfjörður heimahöfn“.

Logi Guðmundsson

Átta ára hóf hann nám við Listdansskóla Íslands þar sem vaknaði mikill áhugi og ástríða fyrir balletti. „Mig dreymir um að verða atvinnu ballettdansari en til þess, þurfti ég að leita mér menntunar út fyrir landsteinana þar sem ekkert slíkt nám er í boði á Íslandi. Ballett er eitt erfiðasta dansformið að ná tökum á og krefst margra ára þjálfunar og setur miklar líkamlegar kröfur,“ segir Logi.

Logi er sonur Helenu Bjarkar Jónasdóttur og Guðmundar Sævarssonar.

Logi með foreldrum sínum, Guðmundi Sævarssyni og Helenu Björk Jónasdóttur.- Ljósm.: Þóroddur Skaptason
Logi með kennurum sínum á Íslandi. F.v.: Guðmundur Helgason, Helena Margrét Jóhannsdóttir, Nanna Ólafsdóttir, Ingibjörg Björnsdóttir, Logi Guðmundsson, Asako Ichihashi, Margrét J. Gísladóttir. – Ljósm.: Þóroddur Skaptason

Nýtti sér náttúru Hafnarfjarðar í verkið og samtvinnar þannig sína hæfileika og sérþekkingu við fallegt umhverfi heimabæjar síns

Ljósm.: Þóroddur Skaptason

Verkið miðar að því að búa til myndskeið sem sýnir listsköpun og hæfileika ballettdansara í gegnum sjónrænt grípandi myndband, sem var tekið á þekktum stöðum í Hafnarfirði. Myndbandið inniheldur frumlegan dans og hreyfingar sem undirstrikar tilfinningalega dýpt og færni ballettdansarans. „Verkið var hannað til að enduróma og vekja tilfinningar áhorfenda fyrir fegurð dansarans og fjarðarins okkar fagra,“ segir Logi.

Logi kynnti sögu ballettsins. – Ljósm.: Þóroddur Skaptason
Logi Guðmundsson

Logi stundar nám í San Fransisco Ballet School í Kalíforníu, Bandaríkjunum, og er fyrstur Íslendinga til að komast svona langt í þessu námi, en inntökuskilyrði eru með þeim ströngustu í heiminum. Á Íslandi eru ekki mörg úrræði fyrir ballettdansara og örfá húsnæði sem eru ásættanleg fyrir æfingar á þessari listrænu íþrótt.

Hann var meðal þeirra fáu sem fengu boð um skólavist í þennan einn virtasta ballettskóla heims  á 7. stig, eftir sumarnámskeið skólans árið 2022. Var honum svo boðið að halda áfram á 8. stigi eftir vorprófið 2023, sem er útskriftarár skólans. Útskrifaðist hann sem ballettdansari eftir vorprófið 2024. Þá fékk hann boð um að verða nemi í „trainee programmi“ við San Francisco ballettinn, sem aðeins 4 af 12 útskriftarnemendunum fengu.

Troðfullt var í apótekinu í Hafnarborg. – Ljósm.: Þóroddur Skaptason

Fylgjast má með þessum flotta dansara á Instagram.

 

Hluti af Skapandi sumarstörfum

Logi vann að verkinu í sumarstarfi hjá Hafnarfjarðarbæ í Skapandi sumarstörfum auk þess sem hann fékk menningarstyrk frá Hafnarfjarðarbæ. Skapandi sumarstörf fór af stað árið 2017 en var svo endurvakið í samstarfi við Ungmennahúsið Hamarinn árið 2021. Í ár eru sjö fjölbreyttir hópar og einstaklingar sem starfa á vegum skapandi sumarstarfa.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2