Snjallgeymslur ehf. býður upp á geymslur til leigu í öllum stærðum í glænýju húsnæði við Einhellu 4.
„Við bjóðum okkar viðskiptavinum að velja sér geymslu og bóka beint á heimasíðu okkar www.snjallgeymslur.is þegar þeim hentar sem hefur hingað til ekki verið í boði á Íslandi,“ segir Ólafur Ingason hjá Snjallgeymslum.
Strax og bókun er gerð fær viðskiptavinurinn aðgangskóða sendan með tölvupósti svo hægt er að bóka sér geymslu á örfáum mínútum og flytja strax inn, jafn á virkum degi sem um helgi. Einnig er hægt er að opna geymslurnar með símaappi.
„Við státum af mjög góðu innkeyrslurými þar sem er nægt rými til að koma inn með stærri bíla þar sem má ferma og afferma í skjóli fyrir veðri og vindum,“ segir Ólafur.
