fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirAtvinnulífCoripharma gerir 1,6 milljarða kr. samning við STADA

Coripharma gerir 1,6 milljarða kr. samning við STADA

Pakkar um 700 milljónum taflna af lyfjum árlega í þrjú ár

Hafnfirska lyfjafyrirtækið Coripharma hefur samið við þýska lyfjafyrirtækið STADA um að pakka um 700 milljónum taflna af lyfjum árlega. Samningurinn er til þriggja ára og er heildarverðmæti hans um 12 milljónir evra sem jafngildir um 1,6 milljörðum íslenskra króna.

Bjarni K. Þorvarðarson forstjóri Coripharma

Lyfin tvö sem um ræðir, atorvastatin og enalapril, eru framleidd í verksmiðju þýska fyrirtækisins en þeim verður pakkað í lyfjaverksmiðju Coripharma í Hafnarfirði. Þaðan fara þau á markað í fjölmörgum Evrópulöndum undir merkjum STADA, m.a. á Íslandi og hinum Norðurlöndunum, og á stærstu markaði Evrópu eins og Þýskaland, Frakkland, Spán, Ítalíu og Holland.

„Pökkunin fer af stað núna í desember. Þetta stóra verkefni gerir okkur kleift að fjölga starfsfólki fyrr en áætlanir okkar gerðu ráð fyrir, bæði á framleiðslusviði og í gæðaeftirliti,“ segir Bjarni K. Þorvarðarson, forstjóri Coripharma.

Úr verksmiðju Coripharma

Coripharma sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og pökkun samheitalyfja, sem það selur til annarra lyfjafyrirtækja um allan heim.

STADA er eitt stærsta lyfjafyrirtæki heims. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Bad Vilbel, skammt frá Frankfurt í Þýskalandi, en félagið selur lyf í um 120 löndum. Salan nam yfir 2 milljörðum evra á árinu 2018. Hjá Stada starfa um 10.400 manns.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2