fbpx
Þriðjudagur, janúar 21, 2025
HeimFréttirAtvinnulífCoripharma ræður starfsmann á Spáni

Coripharma ræður starfsmann á Spáni

Ramón Vila hóf í vikunni störf hjá hafnfirska lyfjafyrirtækinu Coripharma sem Head of Portfolio Management. Hann verður staðsettur í Madríd og er fyrsti starfsmaður fyrirtækisins á erlendri grundu.

Ramón hefur mikla þekkingu og reynslu úr sambærilegum störfum í lyfjageiranum, en hann vann m.a. hjá Actavis, bæði á Spáni, og í höfuðstöðvunum í Zug sem sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs í vestur Evrópu. Þá hefur hann starfað hjá fyrirtækjum eins og Hexal AG og Sandoz (Novartis Group) sem sviðsstjóri viðskiptaþróunar, og sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs í suður Evrópu hjá sænska fyrirtækinu Bluefish Pharmaceuticals.

Ramón er lyfjafræðingur frá Complutense háskóla í Madrid & Rheinische Friedrich-Wilhelms-Universität Bonn, og er að auki með Executive MBA gráðu frá IE Business School í Madrid.

Um Coripharma

Coripharma er nýtt íslenskt lyfjafyrirtæki sem byggir á traustum grunni. Fyrrverandi starfsmenn Actavis og fjárfestar keyptu lyfjaverksmiðju Actavis í Hafnarfirði 2018. Coripharma sérhæfir sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja, sem það selur til annarra lyfjafyrirtækja um allan heim.

Úr fréttatilkynningu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2