fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirAtvinnulífCoripharma semur við þýskt lyfjafyrirtæki um samvinnu

Coripharma semur við þýskt lyfjafyrirtæki um samvinnu

Coripharma fær enn betra aðgengi að stærstu samheitalyfjamörkuðum Evrópu og víðar

Coripharma og Midas Pharma GmbH hafa undirritað samning um samvinnu við framleiðslu og markaðssetningu á lyfjum til þriðja aðila.

Með samvinnunni geta fyrirtækin nú boðið viðskiptavinum sínum samhæfðar lausnir sem auka skilvirkni í framleiðslu- og markaðssetningu á lyfjum sem þegar eru í sölu. Þá opnar samningurinn möguleika á frekara samstarfi, meðal annars á sviði lyfjaþróunar. Vinna við eitt slíkt samstarfsverkefni þegar hafin.

Hjá Midas í Þýskalandi býr hópur fólks að áralangri reynslu og þekkingu á erlendum mörkuðum, en starfsfólk Coripharma í Hafnarfirði hefur flest um árabil unnið að framleiðslu og þróun á samheitalyfjum. Midas Pharma sérhæfir sig í verkefnastjórnun fyrir önnur lyfjafyrirtæki. Félagið tengir þekkingu, fólk og fyrirtæki í þeim tilgangi að einfalda ferli framleiðslu- og markaðssetningar. Það var stofnað 1988 og hefur um árabil haft sterk tengsl við Ísland.

Bjarni K. Þorvarðarson forstjóri Coripharma

„Coripharma og Midas hafa unnið saman að mörgum verkefnum á síðustu mánuðum. Það er sérlega ánægjulegt að hafa nú undirritað formlegan samning um áframhaldandi samstarf til að veita viðskiptavinum beggja fyrirtækja enn betri þjónustu. Fyrir Coripharma þýðir þetta enn betra aðgengi að stærstu samheitalyfjamörkuðum Evrópu og víðar í gegnum öflugt sölunet Midas,“ segir Bjarni K. Þorvarðarson, forstjóri Coripharma.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2