fbpx
Laugardagur, desember 21, 2024
target="_blank"
HeimFréttirAtvinnulífHafnfirsk bílasala með um 90 bíla á plani og yfir 500 á...

Hafnfirsk bílasala með um 90 bíla á plani og yfir 500 á skrá

Við Helluhraunið er bílasalan Bílaplanið.is, Bílasala Hafnarfjarðar.

Hún lætur ekki mikið yfir sér, séð frá götunni séð en það er meira á bakvið.

Árni Ágúst Brynjólfsson er eigandi bílasölunnar sem hann keypti árið 2020 en opnaði í Hafnarfirði í ágúst 2023.

Á bílasölunni eru 3 starfsmenn, Árni og eiginkona hans Jóhanna Katrín Jónsdóttir sem sér um bókhald og sölumaðurinn Kristján Rafn Guðnason.

Árni kemur frá Hveragerði en að eigin sögn orðinn mikill Hafnfirðingur enda hafa þau hjónin búið hér í rúman aldarfjórðung.

Yfir 500 bílar á skrá

Á bílasölunni eru um 80-90 bílar á plani en stærstur hluti þeirra er á plani bak við húsið og er ekki áberandi frá Helluhrauninu. Að sögn Árni eru vel yfir 500 bílar á söluskrá og segir hann góða sölu almennt. Segir hann nýlega bíla vera að seljast vel og ekki síst Tesla Y sem hann segir seljast til hægri og vinstri.

Árni segist hann vera með stóran kúnnahóp enda hefur hann starfað við bílasölu í langan tíma.

En hvað þurfa eigendur að hafa í huga þegar þeir vilja selja bílinn sinn?

Árni segir mikilvægt sé að hafa bílinn snyrtilegan og hreinan og gott að hafa þjónustu á bílnum skráða þó sú skráning sé orðin rafræn, alla vega hjá umboðunum. Þá mælir hann með að bílar séu ástandsskoðaðir.

Hvað kostar að selja bíl?

Hjá Bílaplaninu kostar 59.900 kr. að selja bíl sem kostar undir 400 þúsund, 74.990 fyrir bíl frá 400-1.440 þúsund kr. Fyrir dýrari bíla er sölulaunin 3,9% auk vsk.

Opið er hjá Bílaplaninu kl. 10-17 virka daga en lokað um helgar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2