fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirAtvinnulífHafró reiknar með að flytja í Fornubúðir í maí

Hafró reiknar með að flytja í Fornubúðir í maí

Er það ári síðar en áætlað var

Bæði skip Hafrannsóknastofnunar lágu við nýju bryggjuna framan við nýbygginguna sem mun verða aðsetur stofnunarinnar í framtíðinni.

Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar

Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, sagði í samtali við Fjarðarfréttir að afhending hafi tafist og nú sé reiknað með að hægt sé að flytja í nýja húsið í maí.

Hins vegar sé stofnunin að fá skemmuna afhenta í þessari eða næstu viku en þar verður veiðarfæra- og tækjageymsla og þá verði allt tengt útgerðinni flutt þangað.

Upphaflega átti stofnuna að flytja inn í maí 2018 en fyrsta skóflustungan var tekin 15. mars 2018.

Bjarni Sæmundsson var smíðað fyrir Hafrannsóknarstofnun 1970 en Árni Friðriksson var smíðaður árið 2000.

Var breyting á deiliskipulagi lóðarinnar kærð 19. júní 2017 og 1. maí 2018 auk þess sem samþykkt byggingarleyfis frá 27. mars 2018 var kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þann 12. júlí 2018 úrskurðaði nefndin að breytt deiliskipulag væri hvorki í samræmi við landnotkunarflokk svæð­isins samkvæmt skipulagsreglu­gerð né skilmála Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 og ógilti deiliskipulagsbreyt­inguna og byggingarleyfið.

Þurfti þá að gera breytingu á aðalskipulagi og samþykkja breytingu á deiliskipulagi upp á nýtt áður en hægt væri að samþykkja byggingarleyfi.

Framkvæmdir við undirstöður voru þá hafnar og fékkst leyfi til að steypa botnplötu undir þeim formerkjum að verið væri að útbúa gámastæði. Var vinna við undirstöður þá í raun að mestu lokið þegar loks fékkst endanlegt leyfi á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 23. janúar 2019 eftir að búið var að breyta aðal- og deiliskipulagi. Þýddi þetta rúmlega 6 mánaða töf á framkvæmdum.

Skipið Bjarni Sæmundsson er 50 ára á þessu ári.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2