fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirAtvinnulífICE Design by Thora H fagnar 13 ára afmæli

ICE Design by Thora H fagnar 13 ára afmæli

Hafnfirskur skartgripahönnuður í Firði.

Verslunin ICE Design by Thora H, sem staðsett er á fyrstu hæð í verslunarmiðstöðinni Firði, fagnaði 13 ára afmæli sínu á dögunum en stofnandinn og eigandinn er Hafnfirðingurinn Þóra Hvanndal skartgripahönnuður.

Þóra er blómaskreytir að upplagi en hafði mikinn áhuga á skartgripagerð og fór í grunnnám í gullsmíði en hefur annars verið sjálfmenntuð auk þess að hafa sótt fjölda námskeiða. Hún hefur dvalið mikið erlendis þegar hún starfaði í flugþjónustu og bjó meðal annars í 18 ár í Danmörku þar sem hún hóf eigin framleiðslu á skartgripum. Nær allt sem hún gerir er úr silfri og með fiskroði og hafa verk henna notið mikilla vinsælda.

Verslunin í Firði

Fyrstu skartgripirnir voru skartgripir úr silfri með slípuðu sjávargrjóti í og var útlitið eins og Ísland. Hefur hún síðan gert ýmsar útfærslur af þeim og síðar hóf hún þróun á skartgripum úr silfri og fiskroði sem Þóra segir að hafi fengið geysilega góðar viðtökur.

Eftirsókn eftir skartgripum fyrir karlmenn eykst

Þóra segist í upphafi hafa hannað og smíðað skartgripi fyrir karlmenn en lítil eftirspurn hafi verið. Á síðasta ári hannaði hún t.d. einfalda skyrtuhnappa með fiskroði og bindisnælur og segir hún að allt hafi selst upp á stuttum tíma.

Eyrnarlokkar með fiskroði

Þóra hannar og smíðar alla sína gripi sjálf en segir að hún hafi verið í fullri annarri vinnu þar til 2020 þegar hún helgaði sig alfarið skartgripagerðinni.

Þóra selur skartgripi sína í Firði og m.a. á tveimur stöðum í Danmörku.

Sjá nánar á Facebooksíðu ICE Design by Thora H

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2