fbpx
Mánudagur, desember 30, 2024
target="_blank"
HeimFréttirAtvinnulífÍslandspóstur hættir dreifingu fjölpósts á SV-horninu

Íslandspóstur hættir dreifingu fjölpósts á SV-horninu

Hætta óarðbærri starfsemi og spara 200 milljónir kr. á ári

Frá og með 1. maí næstkomandi mun Pósturinn hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Pósturinn mun halda áfram að bjóða upp á dreifingu á fjölpósti á öðrum svæðum og í dreifbýli.

Er þessi breyting gerð til að spara um 200 milljóna kr. kostnaðar á ársgrundvelli hjá fyrirtækinu.

Gerir Póstdreifingu að einokunarfyrirtæki?

Er þá í dag aðeins einn aðili sem dreifir fjölpósti, þ.m.t. bæjarblöðum en það er Póstdreifing sem er í sömu eigu og Fréttablaðið og Morgunblaðið. Hefur þjónustan þar miðast við þá dreifingu og bæjarblöð hafa ekki haft raunverulegt val um útgáfutíma auk þess sem fyrirtækið breytti oft dreifingartíma fyrirvaralaust.

Minnkandi fjölpóstur

Í tilkynningu frá Íslandspósti segir að magn fjölpósts hafi dregist mikið saman á undanförnum árum og mikil fækkun almennra bréfa hafi haft það í för með sér að minni samlegðaráhrif séu á dreifingu bréfapósts og fjölpósts.

Áður fóru bréfberar í nær öll hús með bréf og því féll það vel að starfseminni að dreifa fjölpósti á sama tíma en nú hefur bréfum fækkað svo mikið að oft fara bréfberar eingöngu með fjölpóst en engin bréf og segir í tilkynningunni að því sé lítill rekstrargrundvöllur fyrir þessari þjónustu.

Rúmlega 30 sagt upp

Breytingin hefur áhrif á um 40 starfsmenn en mögulegt er að færa um 10 starfsmenn til í starfi innan fyrirtækisins. Rúmlega 30 starfsmönnum verður því sagt upp störfum frá og með deginum í dag sem eru starfsmenn í flokkun og dreifingu. Ekki verður óskað eftir starfsframlagi á uppsagnartímanum. Að auki verður þeim starfsmönnum sem missa vinnuna boðinn stuðningur við starfslokin svo sem sálfræðiþjónusta og ráðgjöf við atvinnuleit.

Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts

 „Eins og kunnugt er fer nú fram mikil endurskipulagning á starfsemi Íslandspósts og eru þessar aðgerðir hluti af því ferli. Umbreyting fyrirtækisins hefur gengið vel og nú þegar má merkja viðsnúning í rekstrinum en ljóst er að verkefninu er hvergi nærri lokið og betur má ef duga skal. Við erum önnum kafin við að aðlaga reksturinn að kröfum á nútíma markaði en í svona endurskipulagningu þarf að horfast í augu við staðreyndir og taka margar erfiðar ákvarðanir, þessi ákvörðun er ein þeirra. Ég þakka því góða starfsfólki sem nú kveður okkur fyrir vel unnin störf og óska þeim góðs gengis í næstu verkefnum,“  segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspóst.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2