fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirAtvinnulífKlettur hefur opnað glæsilega þjónustumiðstöð á Einhellu 1

Klettur hefur opnað glæsilega þjónustumiðstöð á Einhellu 1

Fyrirtækið Klettur opnaði um miðjan mars nýja glæsilega þjónustumiðstöð að Einhellu 1 þar sem er vel útbúið verkstæði fyrir vinnuvélar og vörubíla, varahlutaverslun og hjólbarðaverkstæði fyrir vöru- og fólksbíla ásamt einni fullkomnustu smurstöð landsins.

14 ára fyrirtæki en með langa sögu

F.v.: Tómas Þór Gunnarsson, Páll Ármann Eggertsson, sölumaður, Kristján Már Atlason, forstjóri, Sveinn Símonarson, framskæmdastjóri þjónustusviðs, Daniel Terraazes, þjónustufulltrúi og Bjarni Arnarson, framkvæmdastjóri sölusviðs.

Kristján Már Atlason, forstjóri Kletts, segir fyrirtækið eiga sér langa sögu en árið 2010 varð Hekla vélasvið að Kletti ehf. með nýjum eigendum en véladeild Heklu hafði verið starfandi síðan 1933 og umboðsaðili fyrir Caterpillar frá 1947. Árið 2010 keyptu fjórir starfs­menn Heklu vélassvið og voru starfs­menn þá um 50 en eru nú um 130 auk 10-15 frá starfsmannaleigu.

Sveinn Símonarson, framkvæmda­stjóri þjónustusviðs og Hafnfirðingur, segir marga koma í starfsnám hjá Kletti enda er aðstaðan mjög góð og unnið af mikilli fagmennsku.

Stóru merkin eru Scania og Caterpillar

Sveinn og Bjarni við Caterpillar vél sem verið er að standsetja fyrir Gröfu og grjót.

Klettur er bæði sölu- og þjónustuaðili en að sögn Hafnfirðingsins Bjarna Arnar­sonar, framkvæmdastjóra sölu­sviðs, eru stærstu merkin Scania og Caterpillar en fyrirtækið er einnig mjög öflugt í sölu hjólbarða. Er Klettur með fjölda annarra birgja sem styðja vel við kjarnastarfsemina.

Verslunin á Einhellu býður upp á ýmsan varning fyrir bíla- og tækjafólk.

Þá er Klettur umboðsaðili fyrir Inger­sol Rand loftpressur en þær má finna í öllum álverum landsins en súrálið er flutt með þrýstilofti. Einnig er Klettur mjög öflugur í vararafstöðvum sem þjóna m.a. netþjónum og spítölum.

Stundum er bætt ýmsum búnaði á bílana að beiðni kaupenda.

Klettur er í um 2.200 m² húsnæði að Einhellu 1 en auk sérhæfðrar þjónustu við atvinnutæki er þar dekkjaverkstæði og smurstöð og verslun með varahluti og ýmsar bifreiðatengdar vörur.

Glæsilegur nýr flutningabíll fyrir Íslandspóst.

Að Einhellu 1 er einnig skoðunarstöð Frumherja, bensínstöð Orkunnar og þvottastöð Löðurs en öll hönnun húss­ins var í góðu samstarfi við Kaldalón, eigenda hússins.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2