Sl. þriðjudag hlaut Rannveig Rist, forstjóri RioTinto á Íslandi glæsilega viðurkenningu þegar hún fékk S&P Global Metal Award 2020 í flokkinum Lifetime achievement.
Með verðlaunum er langur og glæsilegur ferill Rannveigar í áliðnaði verðlaunaður.
Í umsögn dómnefndar er langur ferill Rannveigar á forstjórastóli nefndur og sú staðreynd að á þeim tíma hefur ISAL verið í eigu nokkurra aðila og hún ávallt notið trausts þeirra. Forystuhlutverk hennar sem kona í atvinnulífinu, áhersla jafnréttismál, menntun, sjálfbærni eru jafnframt tiltekin.
Alls voru veittar viðkurkenningar í 14 flokkum og voru samtals 8 tilnefningar sem valið var úr í lokin í flokki Rannveigar.
Vegna Covid-19 var athöfnin haldin með rafrænum hætti á vefsvæði platts en fylgjast má með henni hér