fbpx
Sunnudagur, júlí 14, 2024
HeimFréttirAtvinnulífLöður hefur opnað nýja bílaþvottastöð

Löður hefur opnað nýja bílaþvottastöð

Er í nýjum þjónustukjarna á Einhellu 1

Að Einhellu 1 er risinn þjónustukjarni fyrir bíleigendur en þar má finna bensínstöð frá Orkunni, þjónustustöð frá Kletti, skoðunarstöð frá Frumherja og nýja glæsilega þvottastöð frá Löðri.

Þar ræður ríkjum hann Jóhann Sævar Kjartansson sem upplýsti blaðamann Fjarðarfrétta um nýju stöðina.

Sjálfsafgreiðslubás þar sem fólk þvær sjálft og greiðir pr. mínútur.

Stöðin er í rauninni þrískipt, ein stöð sem þrífur stærri bíla, allt frá stórum pallbílum upp í stóra flutningabíla og vörubíla en þetta er fyrsta slíka stöðin í Hafnarfirði.

Þá er ný fullkomin snertilaus þvotta­stöð fyrir fólksbíla og minni sendibíla og einnig bás þar sem fólk getur sjálft tjöruhreinsað og þvegið bílinn sinn.

Húsbíla- og vörubílaþvottur

Trukkastöðin getur tekið allar stærðir af bílum.
Trukkastöðin er mjög fullkomin og stillingar til fyrir ýmsar bílgerðir.

Stóra stöðin, trukkastöðin, er mikið mannvirki þar sem bílnum er ekið inn og þvottastöðin þrífur bílinn hátt og lágt. Þar er boðið upp á mjög öflugan undirvagnsþvott, starfsmenn stöðvar­innar skoða hversu skítugur bíllinn er og bæta jafnvel við auka tjöruhreinsi og háþrýstiþvo það sem skítugast er en síðan fer stöðin yfir bílinn með bursta og þrífur bílinn með sápu og að lokum er hann skolaður með afjónuðu vatni sem gerir það að verkum að vatnið rennur betur af honum og bíllinn þornar hratt.

Hægt er að fá öflugan undirvagnsþvott í trukkastöðinni.

Segir Jóhann að þvottastöðin spari fólki mikinn tíma við að þvo stóra bíla og að verðið sé mjög sanngjarnt. Á meðan blaðamaður var á staðnum kom sendibíll í þvott og þá sást hvað Jóhann og samstarfsmaður hann sýna mikinn þjónustuvilja, en þeir kepptust við að þrífa skítugustu hlutana svo bíllinn færi örugglega tandurhreinn út.

Sendibíll í trukkastöðinni.
Árangurinn lét ekki á sér standa.

Snertilausa stöðin er opin allan sólar­hringinn og hægt er að kaupa áskrift og kostar áskriftin svipað og tveir þvottar en þá er hægt að koma eins oft og maður vill í mánuðinum. Þá er hægt að kaupa áskrift sem gildir fyrir tvo bíla á heimili. Einnig má greiða með Löður appinu.

Snertilausa stöðin er opin allan sólarhringinn.

Jóhann segir viðbrögðin hafi verið mjög góð enda þörf viðbót í Hafnarfirði.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2