fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirAtvinnulífNýr skólastjóri í Áslandsskóla

Nýr skólastjóri í Áslandsskóla

Unnur Elfa Guðmundsdóttir tók við stöðunni 1. ágúst sl.

Unnur Elfa Guðmundsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri við Áslandsskóla frá 1. ágúst en Leifur Garðarsson sagði starfi sínu lausu í apríl sl.

Unnur Elfa hefur starfað við kennslu og stjórnun í grunnskólum Hafnarfjarðar til margra ára, þar af hefur hún starfað lengst í Áslandsskóla.

„Unnur Elfa er framsýn í þróun skólamála með öfluga þekkingu á skólastarfi og skólamálum almennt,“ segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.

Unnur Elfa er með B.A. gráðu í íslensku og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands, kennsluréttindi á leik-, grunn-, og framhaldsskólastigi ásamt diplóma í stjórnunarfræði menntastofnana frá Háskóla Íslands.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2