fbpx
Sunnudagur, nóvember 24, 2024
target="_blank"
HeimFréttirAtvinnulífRekstrarumsjón styrkir meistaraflokka körfuknattleiksdeildar Hauka

Rekstrarumsjón styrkir meistaraflokka körfuknattleiksdeildar Hauka

Á dögunum gerðu Rekstrarumsjón og körfuknattleiksdeild Hauka með sér styrktarsamning sem felur í sér fjárstyrk til beggja meistaraflokka félagsins af hendi Rekstrarumsjónar.

Helga Soffía Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Rekstrarumsjónar, er mjög ánægð með samninginn og kveður það ofarlega í huga Rekstrarumsjónar að styrkja við íþrótta- og tómstundastarf hér í Hafnarfirði enda sé Rekstrarumsjón hafnfirskt fjölskyldufyrirtæki. Fyrirtækið er ungt að árum en hafi nú séð sér fært á að styrkja við slíkt starf og hafi kröfuknattleiksdeild Hauka verið tilvalinn kostur.

„Það er alltaf gleðiefni þegar fyrirtæki sjá sér fært að stíga fram og styðja við þá félagsstarfsemi sem fram fer í bænum. Við Haukafólk erum stolt af því að ganga til samstarfs við Rekstrarumsjón og ég er viss um að samstarfið eigi eftir að vera langt og farsælt. Við munum gera okkar besta til að kynna starfsemi Rekstrarumsjónar í kringum okkar starf og það verður gaman að sjá þau á leikjum í vetur,“ sagði Bragi Hinrik Magnússon formaður körfuknattleiksdeildar Hauka.

Rekstrarumsjón sérhæfir sig í rekstri og þjónustu við húsfélög auk þess að bjóða einstaklingum og lögaðilum upp á þjónustu vegna útleigu fasteigna.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2