Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur tilkynnt að ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna hafi verið slitið.
Hann hefur þó ekki beðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt en mun hitta forseta Íslands kl. 9 í fyrramálið þar sem framhaldið verður rætt.
Verða kosningar 30. nóvember ef vilji Bjarna nær fram að ganga og forseti Íslands samþykkir það.
Sagði hann á blaðamannafundinum að hann myndi leggja til við formenn hinna stjórnarflokkanna að boðað verði til kosninga og þing rofið en að ríkisstjórnin haldi umboði sínu til kosninga. „Ef um það verður ekki sátt þá mun ég biðjast lausnar og þá getum við eftir atvikum fengið starfstjórn að beiðni forsetans,“ sagði Bjarni.
Kom þessi ákvörðum mörgum á óvart en frekar var búist við að kosningar yrðu næsta vor.
Svandísi Svavarsdóttur formanni VG kom þetta á óvart og sagði hún að ekkert hafði bent til þessa þegar formenn flokkanna fundaði í gær.