Það var mikið um dýrðir þegar Speedo á Íslandi fagnaði 60 ára vegferð sinni hér á landi í Sundhöll Hafnarfjarðar á dögunum.
Sundhöllin skartaði sínu fegursta, skreytt sögu Speedo, ljósum og léttum veigum þegar gesti bar að garði.
Speedo kom til Íslands árið 1963 þegar Torfi Tómasson flutti vörumerkið fyrst inn en merkið var upphaflega stofnað í Ástralíu árið 1928.
Icepharma tók við umboðinu árið 2014 og hefur því verið stýrt undir dyggri stjórn Daggar Ívarsdóttur, vörumerkjastjóra.
Í tilefni tímamótanna fór fram einstök tískusýning þar sem Speedo sundföt bæði gömul, ný og væntanleg fengu að njóta sín. D.J Dóra Júlía þeytti skífum og hélt stuðinu gangandi.
Ljósmyndir: Aldís Pálsdóttir.