Héðinn hf. er eitt af öflugu málmiðnfyrirtækjum Hafnarfjarðar og eitt af þeim stærri á landinu. Fyrirtækið hefur komið sér vel fyrir við Gjáhelluna þar sem starfsemin hefur blómstrað.
Í tilefni bleika dagsins, ákvað Héðinn hf. að greiða 10.000 kr. fyrir hvern starfsmann sem mætti í bleiku, til Krabbameinsfélags Íslands.

Starfsmenn létu ekki sitt eftir liggja og mættu í bleiku og var góð stemming í mannskapnum.
Alls söfnuðust 820.000 kr. sem Krabbameinsfélag Íslands nýtur góðs af.