fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirAtvinnulífThelma Jónsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar

Thelma Jónsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar

Thelma Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar og hóf störf þann 1. apríl síðastliðinn.

Thelma er 46 ára, með MBA próf frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í markaðssamskiptum frá Freie Universität í Berlín. Hún starfaði áður sem rekstrarstjóri fataverkefnis Rauða kross Íslands og markaðs- og kynningarstjóri hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Thelma er gift Steinbirni Logasyni, grafískum hönnuði og kennara við Áslandsskóla og eiga þau tvo syni.

Thelma tekur m.a. við daglegum rekstri, heldur utan um viðburði á vegum félagsins og vinnur að eflingu atvinnulífs í Hafnarfirði í samstarfi við stjórn markaðsstofunnar.

Ása Sigríður Þórisdóttir hafði gegnt starfi framkvæmdastjóra frá vordögum 2016 en Markaðstofan var stofnuð haustið 2015. Eftir nokkurt umrót í starfi Markaðsstofunnar hætti Ása Sigríður sl. haust en 50% starf framkvæmdastjóra var svo auglýst í janúar sl.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2