Coripharma hefur ráðið Thomas Möller til starfa í viðskiptaþróun. Thomas, sem árum saman stýrði starfsemi íslenska lyfjafyrirtækisins Medis í Þýskalandi, verður „Senior Business Development Manager.“
Í starfi sínu verður Thomas ábyrgur fyrir sölu á lyfjahugviti og lyfjaframleiðslu Coripharma til annarra lyfjafyrirtækja í Evrópu. Hann mun jafnframt verða lykilmaður í að finna ný viðskiptatækifæri og samvinnuverkefni í lyfjaþróun.
35 ár í lyfjageiranum, nær 20 ár hjá íslenska lyfjafyrirtækinu Medis
Thomas hefur 35 ára reynslu úr lyfjaiðnaðinum, þar af nærri 20 ár hjá Medis. Hann gekk fyrst til liðs við Medis árið 2001 og var framkvæmdastjóri Medis GmbH í Þýskalandi frá 2007 til 2020. Hann var einnig svæðisstjóri í Norður Evrópu frá 2016, þar sem hann var ábyrgur fyrir starfsemi Medis á stórum mörkuðum svo sem Þýskalandi og Póllandi auk þess sem hann byggði upp starfsemi á fjölda annarra markaða s.s. Austurríki og Ítalíu. Thomas hefur víðtæka reynslu í lyfjaþróun, lyfjaskráningum, samningagerð og viðskiptaþjónustu.
Thomas hefur starfstöð í Meinz í Þýskalandi og sinnir verkefnum á mörkuðum í Evrópu í nánu samstarfi við Viðskiptaþróunarteymi Coripharma.