fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirAtvinnulífÚr & gull fagnar 24 ára afmæli í dag

Úr & gull fagnar 24 ára afmæli í dag

Elísabet Böðvarsdóttir hefur unnið þar frá upphafi

Í dag, fimmtudag, eru 24 ár síðan bræðurnir Ásgeir og Guðmundur Krist­inn Ingvarssynir opnuðu skart­gripa­verslunina Úr & gull í verslunar­miðstöðinni Firði.

Verslunarmiðstöðin var þá nýleg og fljótt varð verslunin vinsæl enda voru seldar þar afar vandaðar vörur, úr, skart­gripir og ýmsar gjafavörur. Verslunin hefur dafnað vel í Firði og er nú eitt af hryggjarstykkjunum í versl­unar­mið­stöðinni.

Bræður úr Reykjavík

Ásgeir Halldór segir að töluvert hafi verið þrýst á þá bræður að setja upp verslun í hinni nýju verslunarmiðstöð. Þeir hafi látið til leiðast og segir hann þetta hafa verið mikla vinnu og mikið ævintýri.

Þeir bræður eru úr Reykjavík en Ásgeir vann í Stálvík í Garðabæ og síðar í Straumsvík svo hann þekkti marga Hafnfirðinga þegar þeir byrj­uðu.

„Við fengum gríðarlega góðar við­tökur og höfum reynt að standa undir miklum væntingum með því að vera með vandaðar vörur og góða þjónustu,“ segir Ásgeir og segir að viðskiptahóp­urinn sé stór. Fólk komi víða að en þó séu Hafnfirðingar stærsti hópurinn og stór fastahópur sem hefur haldið tryggð við verslunina frá upp­hafi.

Viðgerðarþjónusta

„Við bjóðum jafnframt upp á við­gerðarþjónustu á bæði úrum og skartgripum og það hefur mælst mjög vel fyrir,“ segir Ásgeir en Úr & gull býður upp á úr frá helstu úrafram­leiðendum og úrvalið er gríð­ar­l­ega gott, svo allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi. Það vekur athygli að mjög gott úrval er fyrir herra en oft er sagt að erfitt sé að kaupa handa körlum í miðbænum. En Úr & gull býður líka upp á skart fyrir herra auk mikils úrvals fyrir konur. M.a. vörumerkja er hið hafnfirska Sign, Vera design og Majorica svo eitthvað sé nefnt.

Verslunin hefur tvisvar verið endur­hönnuð og er hún hin glæsilegasta. Glæsi­legum vörunum er vel fyrir kom­ið. Af úramerkjum má nefna Seiko, Daniel Wellington, Boss, Kenneth Cole og Orient, vönduð merki sem bjóða upp á fjölbreytt úrval úra.

Elísabet Böðvarsdóttir (Beta) hefur staðið vaktina í Úr & gull frá upphafi. Hún var ekki óvön verslunarstörfum enda hafði hún alist upp hjá föður sínum í Bókabúð Böðvars sem flestir eldri Hafnfirðingar þekktu vel.

Ýmis glæsileg tilboð eru í versluninni svo það er um að gera að líta þar inn.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2