fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirAtvinnulífVeitingahúsið Krydd fær greiðslustöðvun til 29. apríl

Veitingahúsið Krydd fær greiðslustöðvun til 29. apríl

Héraðsdómur Reykjaness hefur veitt Krydd veitingahús ehf. sem rekur samnefndan veitingastað í Hafnarborg, heimild til greiðslustöðvunar til 29. apríl, en beiðni um það barst frá fyrirtækinu 3. apríl sl.

Í beiðninni kom fram að eignir væru óverulegar og standi ekki undir skuldbindingum félagsins. Árangurslaust fjárnám var gert hjá félaginu 25. mars.

Telja fyrirsvarsmenn félagsins að með endurskipulagningu á fjárhag félagsins, eftirgjöf skulda, nýs lánsfésog mögulega aukins hlutafés, geti þeir mögulega komið rekstrinum á réttan kjöl. Segja þeir að reksturinn hafi gengið erfiðlega til að byrja með en eftir endurskipulagningu 2019 hafi reksturinn gengið vel og skilað hagnaði. Hins vegar hafi farið á verri veg í mars vegna aðstæðna í þjóðfélaginu.

Bernharð Bogason lögmaður mun vinna með félaginu við endurskipulagningu og freista þess að ná eftirgjöf á hluta af skuldum með frjálsum samningum eða nauðasamningi.

Krydd var opnað á vordögum 2018.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2