fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirAtvinnulífBæjarbíó notaði höfundaréttarvarða stjörnu án leyfis

Bæjarbíó notaði höfundaréttarvarða stjörnu án leyfis

Hafnarfjarðarbær fékk kvörtun frá fulltrúum viðskiptaráðs Hollywood

Frægðarstjarnan sem sett var í gangastéttina framan við Bæjarbíó í júlí hefur verið fjarlægð eftir að formanni bæjarstjórnar Hafnarfjarðar barst bréf frá fyrirtækinu Global Icons í Los Angeles en fyrirtækið heldur m.a. utan um réttinn á notkun á heimsþekktum frægðarstjörnum á Hollywood Boulevard sem viðskiptaráð Hollywood á réttinn á.

Bréfið var sent 15. ágúst og því ljóst að fréttir af frægðarstjörnunni hafnfirsku barst hratt um heiminn en bréfinu var ekki svarað fyrr en 3. september er lögfræðistofan Sigurjónsson & Thor ehf. svaraði fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar.

Í bréfinu var upplýst að þó bæjaryfirvöld hafi veitt leyfi fyrir stjörnunni, hafi það verið vegna þess að hún var á gangstétt í eigu bæjarins. Upplýst er að fyrirtækið Bæjarbíó slf. hafi undirbúið og sett stjörnuna í gangstéttina.

Er erindinu þó ekki vísað til Bæjarbíós slf. heldur kemur fram í bréfinu að lögfræðistofan hefur lagt í vinnu við að kanna réttarstöðu í tengslum við málið. Kemur fram í bréfinu að merkið sé ekki skráð á Íslandi né í Evrópu þó svo fyrirtækið hafi fyrir evrópskum dómstóli getað varið rétt sinn þar. Munur sé á íslenskum lögum og evrópskum og engin dómafordæmi á Íslandi séu fyrir hendi eða bein lagaákvæði sem tryggi Viðskiptaráðinu rétt sinn á Íslandi.

Hins vegar segir að bæjarstjórnin virði höfundaréttinn og ætli sér ekki að koma að neinum aðgerðum sem Viðskiptaráðið telji að brjóti gegn rétti þess. Bæjarstórnin upplýsi og staðfesti að stjarnan hafi verið fjarlægð af gangstéttinnni og muni gera allt sem í hennar valdi stendur til að hindra að við heiðrun á tónlistarmanni í bænum verði notað merki eða annað sem tengist höfundarréttavörðu efni í eigu Viðskiptaráðsins.

Bæjarstjórnin viðurkennir hins vegar engin brot á rétti Viðskiptaráðs Hollywood.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2