fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirBæjarbúar fengu fræ í sumargjöf

Bæjarbúar fengu fræ í sumargjöf

Hafnarfjarðarbær hefur fært öllum heimilum í Hafnarfirði sumargjöf til marks um grósku, vöxt og vellíðan.

Gjöfin á að fá íbúa í Hafnarfirði til að staldra við, draga andann létt, lifa í núinu og huga að mikilvægi eigin ræktunar í öllum skilningi.

Gjöfin inniheldur lítinn fræpakka með blönduðum kryddjurtum til eigin ræktunar og er áætlaður spírunartími 10-20 dagar.

Þeir sem taka vilja heimaræktunina skrefinu lengra stendur til boða að sækja um fjölskyldugarð á tveimur stöðum í sveitarfélaginu.

Lykilatriði að hlúa vel að andlegri og líkamlegri vellíðan og heilsu

Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ segir að eitt af meginmarkmiðum heilsubæjarins Hafnarfjarðar sé að hvetja bæjarbúa til að hlúa vel að andlegri og líkamlegri vellíðan og heilsu. „Þannig hefur heilsubærinn brugðið á það ráð að læða reglulega að íbúum heilsueflandi hugmyndum og upplýsingum um þá möguleika sem leynast í upplandi Hafnarfjarðar og þeim útivistarperlum og -svæðum sem finna má víða um bæinn. Fyrir fjórum árum var Hafnfirðingum sendur heilsueflandi spilastokkur til allra íbúa sem vakti mikla hrifningu. Hafnarfjarðarbær gekk til samninga við Embætti landlæknis í mars 2015 um þátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag og hefur sveitarfélagið í samstarfi við íbúa, starfsmenn og aðra hagsmunaaðila mótað heilsustefnu Hafnarfjarðarbæjar og lagt fram aðgerðaáætlun sem talar beint saman við stefnuna. Í heilsustefnu Hafnarfjarðar er eitt aðalmarkmiðið að hlúa að almennri vellíðan íbúa, andlegri og líkamlegri, á öllum aldri og styrkja og efla sjálfsmynd og góða líðan. Heilsustefnan styður við þá sýn Hafnarfjarðarbæjar til framtíðar að auka vellíðan íbúa bæjarins með fyrirbyggjandi aðgerðum.“

Kostnaður við fræpakkana var 1,6 milljón kr. auk póstburðargjalda.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2