fbpx
Föstudagur, janúar 10, 2025
target="_blank"
HeimFréttirBæjarhraunið á floti sem oftar

Bæjarhraunið á floti sem oftar

Starfsmenn bæjarins gátu lítið við ráðið

Það hefur líklega enginn farið varhluta af rigningu og roki í dag. Vatnselgur er víða í hjólförum á götum en sem betur fer hefur ekki verið mikið um að stöðuvötn myndist á götum.

Það gerðist þó á Bæjarhrauninu og er reyndar ekki óalgengt í vatnsveðrum. Yfirborðsvatn er ekki leitt í burtu eins og víða annars staðar í bænum heldur er það látið síast niður í jarðveginn. Með tímanum hefur jarðvegurinn þést og gjarnan vilja myndast stórir pollar eða stöðuvatn eins og gerðist á Bæjarhrauninu.

baejarhraun_flod-3

Starfsmenn bæjarins hafa reynt að losa stíflur með litlum árangri a.m.k. ennþá og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þrýstist vatn upp úr brunnum í götunni.

baejarhraun_flod-7
Vatnið flæddi upp úr brunnum af miklum krafti
baejarhraun_flod-5
Umferð var mikil og oft ekið nálægt starfsmönnum bæjarins
baejarhraun_flod-1
Vatnið nær upp á gangstétt

baejarhraun_flod-6baejarhraun_flod-4

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2