fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirBæjarráð Hafnarfjarðar óskar eftir mánaðar fresti til að leggja fram fjárhagsáætlun

Bæjarráð Hafnarfjarðar óskar eftir mánaðar fresti til að leggja fram fjárhagsáætlun

Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti einróma á auka fundi sínum í gær að óska eftir við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið að veittur verði frestur til 1. desember 2020 til að leggja fram tillögu að fjárhagsáætlun til bæjarstjórnar og að bæjarstjórn verði heimilt að samþykkja fjárhagsáætlun svo seint sem 31. desember 2020.

Engar skýringar eru gefnar á þessari ósk í fundargerð bæjarráðs en Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður ráðsins, segir í svari til Fjarðarfrétta að það séu bara gjörbreyttar aðstæður í samfélaginu. „Við þurfum að gefa okkur tíma, það eru fjölmargar áskoranir sem við stöndum nú frammi fyrir og við þurfum að vanda vel til verka. Ýmsar forsendur munu nú koma fram seinna en áður, m.a. þjóðhagsspá Hagstofu Íslands,“ segir Ágúst Bjarni.

Hann upplýsti að sveitartjórnarráðuneytið hafi sent bréf þess efnis á öll sveitarfélög landsins að þetta sé heimilt en bæjarráð þurfi að óska sérstaklega eftir þessum fresti.

Í sveitarstjórnarlögum eru ákvæði um fjárhagsáætlanir í 62. grein þar sem m.a. kemur fram að bæjarrjáð skuli leggja fjárhagsáætlun fyrir sveitarstjórn eigi síðar en 1. nóvember ár hvert. Sveitarstjórn skal fjalla um þær á tveimur fundum sem fram skulu fara með minnst tveggja vikna millibili. Að lokinni umræðu sveitarstjórnar skal afgreiða þær, þó ekki síðar en 15. desember. Ráðherra getur að ósk sveitarstjórnar veitt henni lengri tíma til afgreiðslu fjárhagsáætlunar ef brýn nauðsyn krefur.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2