fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirBæjarráð vill bráðabirgðaflutning á Hamraneslínu

Bæjarráð vill bráðabirgðaflutning á Hamraneslínu

Vilja bráðabirgðaflutnings hið fyrsta samhliða því að unnið verði að framtíðarlausn

Fulltrúar frá Landsneti, Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri og Guðjón Axel Guðjónsson lögfræðingur, mættu á fund bæjarráðs í morgun en bæjaryfirvöld telja mjög alvarlegt ástand vera að myndast eftir að Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál felldi úr gildi framkvæmdaleyfi sem Hafnarfjarðarbær hafði veitt fyrir lagningu Lyklafellslínu.

 

Bæjarráð óskaði eftir því að fulltrúar Landsnets leggi fram á næsta fundi ráðsins tímasetta áætlun um bráðabirgðaflutning á Hamraneslínu sem liggur yfir Skarðshlíð og Hamranes.

Telur bæjarráð að ljóst sé að flutningur á háspennulínum í hverfinu þoli ekki frekari bið. Því þurfi að grípa til bráðabirgðaflutnings hið fyrsta samhliða því að unnið verði að framtíðarlausn.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2